bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 325 Touring
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69083
Page 1 of 1

Author:  omar94 [ Thu 13. Aug 2015 20:13 ]
Post subject:  BMW E30 325 Touring

Jæja nú keypti ég mér minn þriðja E30 og þennan ætla ég að reyna að eiga eitthvað og gera góðan. Þetta er s.s. 1989 árgerðin af Touring E30, hann er orginal sjálfskiptur og ég veit ekki hvort hann sé orginal 325. En í bílnum er alla veganna M20B25, beinskipting og svo er hann með drifi með driflæsingu þó hann sé ekki hugsaður sem spólbíll.

Er ekki með nein plön þannig séð nema bara byrja á því að laga allt sem er að honum og gera hann góðan. Boddýið á honum er frekar gott og sílsar og botn heilir svo kemur restin bara með tímanum. það er alla veganna hellingur sem þarf að gera fyrir greyjið t.d. Rúðuþurrkumótor, miðstöð biluð, hann gengur of háan lausagang, bensín leki og hellingur fleira sem ég hef tekið eftir sem betur má fara.

Hérna eru þrjár myndir af honum einsog hann lýtur út í dag og ef einhver á þurrkumótor þá má hann hafa samband við mig.

Image
Image
Image

Author:  rockstone [ Thu 13. Aug 2015 20:29 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

Orginal 318 ;) en til hamingju :)

Author:  D.Árna [ Thu 13. Aug 2015 23:54 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

Til hamingju.

Loftnets&króks delete myndi gera helling :thup:

Author:  omar94 [ Fri 14. Aug 2015 08:06 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

D.Árna wrote:
Til hamingju.

Loftnets&króks delete myndi gera helling :thup:

Takk fyrir þađ :) annars ætla eg ađ halda króknum , en fyrst ætla eg ađ gera hann gódan áđur en eg huga ađ útliti :)

Author:  jens [ Fri 14. Aug 2015 09:38 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

Flottur efniviður Ómar, fáðu þér gamlan tjaldvagn til að draga það er mjög svalt.

Author:  omar94 [ Fri 14. Aug 2015 18:00 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

jens wrote:
Flottur efniviður Ómar, fáðu þér gamlan tjaldvagn til að draga það er mjög svalt.

þakka þér fyrir það Jens :) Það er í planinu að kaupa sér tjaldvagn næsta sumar ef fjármagn leyfir, þessi væri flottur í dráttinn þá ef hann verður orðinn góður. 8)

Author:  maxel [ Sat 15. Aug 2015 18:11 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

Ég á mtec 2 lista á sitthvora afturhurðina ef þér langar að safna í sett. Sami litur á því

Author:  omar94 [ Sun 16. Aug 2015 16:29 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

maxel wrote:
Ég á mtec 2 lista á sitthvora afturhurðina ef þér langar að safna í sett. Sami litur á því

Er međ önnur plön útlitslega séđ þegar ađ því kemur og jafnvel ađ þađ fari annar litur á bílinn. Er búinn ađ Vera ađ mála eitthvađ smá á mínum bílum undanfariđ.

Author:  bjahja [ Tue 18. Aug 2015 20:14 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

E30 touring eru alltaf töff!

Author:  omar94 [ Sun 23. Aug 2015 17:19 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

er engin að parta E30? vantar helling af dóti!

vantar:
Rúðuþurrkumótor
Miðstöðvarmótor og fleirra sem tengist miðstöðinni þar sem ég veit ekki hvað er bilað.
vantar marga lista víðsvegar um bílinn og takka.
vantar framstuðaralipið.
frambretti bílstjóramegin.

svo er hann að ganga á 1400sn í lausagangi. hann er ekki að taka falskt loft né með stirðan er of hertan inngjafarbarka. ætli þetta sé MAF skynjarinn? er fólk að hreinsa hann eða er gáfulegast að skipta bara um?

Author:  omar94 [ Sun 06. Sep 2015 11:41 ]
Post subject:  Re: BMW E30 325 Touring

Hreinsaði MAF skynjarann og hann skánaði eitthvað aðeins gangurinn, þarf líklega bara að skipta um. Ég lagaði rúðuþurrkurnar og miðstöðvarvesenið og keypti mér 15" Basketwaves sem ég málaði, undir honum voru þrjú stykki 14" Basketwaves og ein stálfelga.

svo er ég búinn að panta glæný frambretti á bílinn þar sem ég ætla að mála hann fyrir næsta sumar

Image
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/