bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 20. May 2024 11:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 62 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
 Post subject: BMW 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 16:40 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
Sælir meðlimir,

Ég let drauminn rætast og fékk mér minn fyrsta BMW, E39 535i
Það var kona á selfossi sem fékk þennan bíl upp í Skoda og setti hann bara beint á sölu og ég stökk strax á hann.

Þetta er þéttur og góður bíll og er hann beinskiptur sem mér finst ekki vera neinn galli, Bíllinn var fluttur inn nýr af B&L og er með þjónustu og smurbók frá upphafi, einnig hefur hann verið þjónustaður vel af TB og lét konan sem átti bílinn TB alfarið um það að hafa bílinn í topp standi á sínum eigenda ferli.

Hann er vel með farinn að utan og enn betur að innan enda er hann aðeins ekinn 97.000km.
Allt original útlitslega séð, meira að segja á upprunalegu felgunum, en það mun ekki standa yfir lengi þar sem ég er strax farinn að skoða breytingar og pantanir.

Ég lét TB lesa af bílnum og þarf ég að skipta um ABS-sensor H/aftan, einnig þarf að skiptu um einn súrefnisskynjara.
Svo ætla ég að setja nýjar ventlalokspakningar og kerti.
Úti-hitastigsmælirinn er einnig í rugli og segir hann að það sé frost allan ársins hring, svo það verður skipt um hann.

En hér eru nokrar myndir sem ég tók áðan eftir að hafa skolað af honum.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bimminn fór allt í einu að missa afl og drepa á sér, þannig að það var eitthvað ekki eðlilegt, svo að ég fór með bílinn í TB í gær og í morgun kom í ljós að þetta var bensíndælan sem var farin.
Bíllinn var staddur inná gólfi hjá þeim svo að það var ekkert beðið með að skella þeirri nýju í og eru þeir að því í þessum töluðu orðum.

Í lok mars pantaði ég frá pelicanparts ventlalokspakningar, abs-skynjara, útihitamæli og súrefnisskynjara.
Það var ekkert að frétta af sendingunni svo að ég fór inná síðuna hjá þeim og ákvað að rekja hana, pakkinn var kominn í póst og sáu USPS um að flytja hann, þannig að ég fer inná þeirra síðu að rekja sendinguna. Það fyrsta sem kemur upp er: We attempted to deliver your item in IRELAND at 2:14 AM on April 10, 2010
Jújú, að sjálfsögðu hafa þeir skrifað IRELAND en ekki ICELAND á pakkann svo að sendingin er í Írlandi. Það tekur 1-17 daga fyrir þá að ransaka afhverju þetta skeði og þar að auki eru tafir á flugi. Þannig að það er lítið annað sem ég get gert en að bíða rólegur.

Svona svo ég komi því líka að þá er ég í stökustu vandræðum með að finna flottar felgur á hann (18" - 19") svo að ef einhver veit um fínar felgur þá má sá sami henda á mig PM

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í maí fékk ég sendinguna frá Pelicanparts, svo að núna er búið að skipta um ventlalokspakningar, súrefnisskynjara, ABS skynjara, útihitamælinn og öll kerti.

Image

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Um daginn tók ég mig til og pantaði þó nokkuð stóra sendingu af aukahlutum á hann til að hugsa aðeins um útlitið,

Glær stefnuljós á frambrettin.

Image

Matt-svört nýru.

Image

Rauð/glær afturljós.

Image

Angel-eyes framljós.

Image

M5-framstuðara og þokuljósin á hann.

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skipti um nýrun, afturljósin og framljósin í dag.

Image

Image

Image

Image

Svo verður stuðarinn settur fljótlega í sprautun, er ekki viss hvort ég hafi hann undir í vetur en þetta kemur allt í ljós.
Einnig á ég von á nýjum felgum fljótlega.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sama vandamál koma núna rétt fyrir jól og gerðist snemma á síðasta ári,
semsagt bensíndælu vesen.

Svo ég geri langa sögu stutta þá fór dælan í apríl á síðasta ári, TB sáu um að skipta um hana. Sama vandamál kom aftur upp í október síðastliðinn, TB skiptu semsagt aftur um dæluna og sögðu að hin hafi bara verið gölluð og tóku þeir kostnaðinn á sig.
Núna rétt fyrir jól gerðist sama bensíndælu vandamálið aftur, ég var mjög ósáttur og vildi ekki fara með bílinn aftur í TB.
Ég fer því með bílinn á verkstæði hjá kunningja og kíkja þeir á þetta, þeir staðfesta að bensíndælan sé farin (semsagt sú 3 á innan við 8 mánuðum).
Það var því eitthvað að skemma dælurnar, þá er kíkt á bensín-síuna og þar kemur í ljós að hún er ekkert lítið stífluð og það var ekki einu sinni hægt að blása í gegnum hana. TB hafa því skipt nokru sinnum um dælu í honum og aldrey skipt um síuna.
Þessi kunningi minn sem skipti um dæluna í dag fanst þetta vera alveg út í hött að þeir hafi skipt um dælur svona oft og ekki einu sinni spáð í síunum. Þar sem það ætti að skipta um síuna um leið og það er skipt um dæluna.

Mín viðskipti við TB verða því ekki fleiri.

Annars pantaði ég nokra hluti frá pelicanparts: Viftureimar, loftflæðiskynjara, vatnslás, ballanstangarenda báðu meginn og ný bmw merki á húddið og skottið.

Image

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fékk stuðaran úr sprautun.

Image

Image

Image

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Setti CCFL hringi í framljósin.

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Image

Image

Image

Image

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skipti um vantskassa fyrir stuttu og fleiru sem honum tengist, ásamt loftdælu.

Image

Renndi honum í gegnum skoðun

Image

Næst er það að skipta út gormunum fyrir 35mm sem ég var að fá í hendurnar

Image

_________________
BMW E39 535i 1999


Last edited by Ívarbj on Sun 13. Oct 2013 21:02, edited 24 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 16:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Ekkert smá heppinn að finna þennan, keyrður undir 100 þúsund og beinskiptur :shock: :shock: :shock: :shock:

Til hamingju með gripinn annars, mjög svo flottur hjá þér 8)

Mökka svo bara brjál í sumar!

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 17:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Nov 2007 12:46
Posts: 2518
Location: sniffa lím
ohhh súperdós og bagg :loveit:

_________________
vti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 17:24 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
birkire wrote:
ohhh súperdós og bagg :loveit:


hehe, já finnur ekki betra combo. ;)

_________________
BMW E39 535i 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 17:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
þetta er eflaust Eimskips bíllinn

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 18:52 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
Alpina wrote:
þetta er eflaust Eimskips bíllinn


Nú er ég ekki viss, veistu eitthvað um þennan, afhverju er hann kendur við eimskip?

Veit að þetta var eithver forstjórabíll Burðarás fyrstu 4 eða 5 árin.

_________________
BMW E39 535i 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 22:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þetta er bíllinn.. ég ók þessum bíl einhverntíma 05/06 og þetta var eflaust eitthvað eigulegasta eintak af E39 sem ég hef séð..

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 22:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
keyptur nýr af Eimskip,, svo eignaðist Katrín Fjeldsteð ,,læknir ,, bílinn svo véit ég ekki meir

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 22:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
v8 bsk...bara gaman :thup:

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 22:44 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
Alpina wrote:
keyptur nýr af Eimskip,, svo eignaðist Katrín Fjeldsteð ,,læknir ,, bílinn svo véit ég ekki meir


Núnú, bara heimilislæknirinn minn

_________________
BMW E39 535i 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 22. Feb 2010 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Mar 2005 16:35
Posts: 2042
hef líka prófað þennan :) þéttur bíll, fannst hann samt frekar máttlaus


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Sat 06. Mar 2010 00:40 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Virkilega solid eintak hjá ívari :thup:

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Sat 06. Mar 2010 01:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
Virkilega fallegur bíll.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Sat 06. Mar 2010 01:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 16. Nov 2007 21:10
Posts: 2220
Mjög fallegur bíll. Væri vel til í þennan. 8) Líka flottar myndir hjá bróður þínum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW - 535i - E39
PostPosted: Mon 08. Mar 2010 01:01 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Feb 2008 23:25
Posts: 324
Location: Reykjavík
mjög eigulegur bíll og ekinn 97þ :shock:

að detta ofan á svona 535 bíl er draumur :thup:

_________________
BMW e60 545 04' loaded
BMW e39 540 LSD seldur
BMW e36 325i seldur
BMW e39 523 loaded seldur
BMW 320i e90 05' bsk 6.gíra seldur
BMW e46 318ia ///M AERODYNAMICS II '03 seldur :(
Bmw e46 318i '00 seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 62 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group