Jæja, eftir miklar vangaveltur um hvað ég ætli að gera við sexuna í vélarmálum, þá hef ég tekið ákvörðun.
Bíllinn verður 645csi.
Fylgstu með sögunni hérna!
Vélin er komin úr 745i bílnum (M106 vél, Motronic 3.5L með knock-skynjurum og olíukældum stimplum, Nimonic ventlar) og nú verður hún gerð upp að mestu leyti. Það verður allavega gert eftirfarandi:
Nýtt:
-Knastás
-Rocker-arma-ásar
-Rocker armar (12)
-Olíudæla
-Olíudælu keðja
-Keðjustrekkjari
-Tímakeðja
-Urethane fóðringar í alternator festingar
-ARP "head studs" til að bolta heddið á með í staðin fyrir venjulega heddbolta.
-Ný drifskaftsupphengja
-Nitrogen pressure accumulator (fyrir bremsukerfið)
Bíllinn verður með 5 gíra kassa með M5 kúplingu.
-Nýar kúplingsdælur (efri og neðri) ásamt "throw out og pilot bearing"
-Kertaþræðir
-Racing dynamics front stress bar
-"Short shift kit"
Að sjálfsögðu verður svo notað kittið sem ég á fyrir turbo-kerfið (Búið að flow-matcha og blueprinta injectorana, skipta um tölvukubb í tölvuheilanum, rising rate fuel pressure regulator, stillanlegt boost með breyttu wastegate-i ásamt air/fuel ratio mæli og súrefnisskynjara)
Ég stefni á svona c.a. 400Hp til að byrja með, en svo ef ég vil fara eitthvað lengra þá þarf ég eiginlega örugglega að splæsa í Alpina Bi-turbo heddpakkningu eða úr kopar. Ásamt fleiri spíssum og tölvukerfi til að stjórna því.
Tek myndir af þessu og kem til með að pósta þessu á heimasíðuna
