Nú á haustdögum lét ég undan og fékk mér loksins almennilega bifreið,
E36 Alpina B3 3.0 Cabrio 17@155, árgerð 1993. Ég hef einungis lagt tæpa 900 km að baki en þessir kílómetrar eru búnir að vera hreint út sagt frábærir.
Með hverjum rúnti kemst maður alltaf betur og betur að því hve mikil græja þetta er.
Nýtti svo eina sólardag septembermánaðar, tók blæjuna niður, skundaði á Þingvöll og tók nokkrar slappar myndir.


En aðeins um bílinn:
Ekinn: 130.000 km
Beinskiptur
Litur: BMW schwarz II
Afl: 250 hö
Tog: 320 N/m
OBC með Check Control
Cruise Control
Bakkskynjarar
Semi-Automatic toppur
Uppfært hljómkerfi
Tvöföld hitastýrð miðstöð
Loftkæling
Leðurklædd svört BMW sportsæti með hita
LSD
Textinn hér að neðan er kannski ekki alveg nýjustu fréttir enda hefur bílnum verið gerð góð skil hér áður.

Þessi bíll fer frekar leynt með upprunann, ekki margt í útliti sem bendir til þess að þetta sé Alpina. Vantar helstu kennileitin sem eru Alpina svuntan og rendurnar. Alpina felgurnar eru samt á sínum stað. Inni í bílnum er samt sagan önnur. Bláa mælaborðið með orange nálum, gírhnúðurinn, stýrið, steðjaplatan, hurðafalsmerkið og eflaust fleira segja manni hvaða tegund þetta er og ætti ekki að geta farið fram hjá neinum. Ef menn láta ekki blekkjast, þá geta manni kíkt undir húddið og fundið tvö serial númer, eitt frá BMW með X-i yfir og svo eitt frá Alpina. Þau eru bæði til staðar svo ofangreindir hlutir eiga fullann rétt á sér.


Mótorinn er að mér skilst handsmíðuð Alpina viðhafnarútgáfa af M50TUB25 sem búið er að bora út í 3.0L, orðinn 250 hö og 320 Nm. Einnig var skipti Alpina um knastás, stimpla, pústkerfi og eitthvað fleira. Þessi mótor er gífurlega skemmtilegur, bæði eyðslugrannur og öflugur. Hann á að geta skilað bílnum 0-100 km á 6,4 sec og upp í hámarkshraða 264 km/h (ekki takmarkaður eins og í flestum BMW).
Fjöðrunin sem er frá Bilstein er líka mjög skemmtileg og kemur skemmtilega á óvart. Nokkrir hér á kraftinum hafa haft orð á því hve mikil snilld þessi fjöðrun sé. Bíllinn er gríðarlega lágur, steinliggur á veginum og er nánast við það að rekast niður á hverri hraðahindrun. Kemur svo sem ekkert á óvart að Alpina svuntuna vanti. Þrátt fyrir þetta þá sé hann samt dúnmjúkur og líkastur venjulegum þristi í akstri. Hér er linkur á lýsingu á ágætis roadtest:
viewtopic.php?f=5&t=22711&hilit=Alpina

Það er margt á “to do” listanum.
Ég byrjaði á því að senda bílinn upp í Eðalbíla til þess að láta laga það sem sett var út á í söluskoðuninni. Þeir skiptum um fullt af pakkningum í mótor, spindilkúlur og svo kóronaði ég þetta með Inspektion II. Eftir þessa ferð er bíllinn kominn í mjög gott stand og virkar mjög vel sem hann gerði nú reyndar líka áður.
Útlit bílsins er að mestu óbreytt frá fyrri eiganda fyrir utan nokkur smáatriði. Alpina merkin voru tekin af og ný BMW merki voru sett á í staðinn. Þetta er liður í því að endurheimta upphaflegt útlit enda hafa allar Alpinur komið út úr verksmiðjunni með BMW merki. Ný gúmmí voru líka sett á pedalana en þau vantaði eftir sportpedalafjör fyrri tíma.
Að þessu undanskildu hefur tíminn ekki verið sparaður þegar að þrifum kemur. Bíllinn þrifinn hátt og lágt, blæjan vatnsvarin, feiti borin á leðrið og svo hefur auðvitað bóni nokkrum sinnum verið makað á lakkið. Held að bíllinn sem með ansi gott þrif per kílómeter hlutfall.



Það er margt á döfinni...
Felgurnar eru orðnar frekar ljótar svo stefnan er sett á pólyhúðun núna á næstu vikum.
Afturljósin eru orðin ljót og brotin svo ný ljós verða sett á í staðinn. Langar mest í OEM hvít og rauð en slíkt kostar handlegg og bris þannig að ég hugsa að pöntun verði send til Schmiedmann eða Koed.dk.
Bíllinn er orðinn frekar grjótbarinn svo mig langar að láta sprauta framendann fyrir sumarið. Einnig langar mig að láta samlita sílsana, laga ryðbólu bílsins í leiðinni og massa restina af lakkinu.
Svo eru ýmisleg smáatriði sem hægt er að nýta vetrardvalann í að græja. Laga frágang í skotti, festa vasa í hurðaspjöldin, taka leðrið almennilega í gegn með lit, skipta um rúðu í blæjunni, finna Alpina svuntu og jafnvel rendur líka. Svo eru nú líka fleiri smáatriði sem eru ekki einu sinni vert að minnast á en allt liður í að gera bílinn 100%.
Vona að þið hafið haft gaman að þessari lesningu.