bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 17:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 89 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next
Author Message
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 01:01 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 13. Sep 2006 16:21
Posts: 222
Location: Reykjavík
Nú á haustdögum lét ég undan og fékk mér loksins almennilega bifreið, E36 Alpina B3 3.0 Cabrio 17@155, árgerð 1993.
Ég hef einungis lagt tæpa 900 km að baki en þessir kílómetrar eru búnir að vera hreint út sagt frábærir.
Með hverjum rúnti kemst maður alltaf betur og betur að því hve mikil græja þetta er.
Nýtti svo eina sólardag septembermánaðar, tók blæjuna niður, skundaði á Þingvöll og tók nokkrar slappar myndir.

Image

Image

En aðeins um bílinn:

Ekinn: 130.000 km
Beinskiptur
Litur: BMW schwarz II
Afl: 250 hö
Tog: 320 N/m
OBC með Check Control
Cruise Control
Bakkskynjarar
Semi-Automatic toppur
Uppfært hljómkerfi
Tvöföld hitastýrð miðstöð
Loftkæling
Leðurklædd svört BMW sportsæti með hita
LSD

Textinn hér að neðan er kannski ekki alveg nýjustu fréttir enda hefur bílnum verið gerð góð skil hér áður.

Image

Þessi bíll fer frekar leynt með upprunann, ekki margt í útliti sem bendir til þess að þetta sé Alpina. Vantar helstu kennileitin sem eru Alpina svuntan og rendurnar. Alpina felgurnar eru samt á sínum stað. Inni í bílnum er samt sagan önnur. Bláa mælaborðið með orange nálum, gírhnúðurinn, stýrið, steðjaplatan, hurðafalsmerkið og eflaust fleira segja manni hvaða tegund þetta er og ætti ekki að geta farið fram hjá neinum. Ef menn láta ekki blekkjast, þá geta manni kíkt undir húddið og fundið tvö serial númer, eitt frá BMW með X-i yfir og svo eitt frá Alpina. Þau eru bæði til staðar svo ofangreindir hlutir eiga fullann rétt á sér.

Image

Image

Mótorinn er að mér skilst handsmíðuð Alpina viðhafnarútgáfa af M50TUB25 sem búið er að bora út í 3.0L, orðinn 250 hö og 320 Nm. Einnig var skipti Alpina um knastás, stimpla, pústkerfi og eitthvað fleira. Þessi mótor er gífurlega skemmtilegur, bæði eyðslugrannur og öflugur. Hann á að geta skilað bílnum 0-100 km á 6,4 sec og upp í hámarkshraða 264 km/h (ekki takmarkaður eins og í flestum BMW).

Fjöðrunin sem er frá Bilstein er líka mjög skemmtileg og kemur skemmtilega á óvart. Nokkrir hér á kraftinum hafa haft orð á því hve mikil snilld þessi fjöðrun sé. Bíllinn er gríðarlega lágur, steinliggur á veginum og er nánast við það að rekast niður á hverri hraðahindrun. Kemur svo sem ekkert á óvart að Alpina svuntuna vanti. Þrátt fyrir þetta þá sé hann samt dúnmjúkur og líkastur venjulegum þristi í akstri. Hér er linkur á lýsingu á ágætis roadtest: viewtopic.php?f=5&t=22711&hilit=Alpina

Image

Image

Það er margt á “to do” listanum.
Ég byrjaði á því að senda bílinn upp í Eðalbíla til þess að láta laga það sem sett var út á í söluskoðuninni. Þeir skiptum um fullt af pakkningum í mótor, spindilkúlur og svo kóronaði ég þetta með Inspektion II. Eftir þessa ferð er bíllinn kominn í mjög gott stand og virkar mjög vel sem hann gerði nú reyndar líka áður.

Útlit bílsins er að mestu óbreytt frá fyrri eiganda fyrir utan nokkur smáatriði. Alpina merkin voru tekin af og ný BMW merki voru sett á í staðinn. Þetta er liður í því að endurheimta upphaflegt útlit enda hafa allar Alpinur komið út úr verksmiðjunni með BMW merki. Ný gúmmí voru líka sett á pedalana en þau vantaði eftir sportpedalafjör fyrri tíma.
Að þessu undanskildu hefur tíminn ekki verið sparaður þegar að þrifum kemur. Bíllinn þrifinn hátt og lágt, blæjan vatnsvarin, feiti borin á leðrið og svo hefur auðvitað bóni nokkrum sinnum verið makað á lakkið. Held að bíllinn sem með ansi gott þrif per kílómeter hlutfall.

Image

Image

Image

Það er margt á döfinni...
Felgurnar eru orðnar frekar ljótar svo stefnan er sett á pólyhúðun núna á næstu vikum.
Afturljósin eru orðin ljót og brotin svo ný ljós verða sett á í staðinn. Langar mest í OEM hvít og rauð en slíkt kostar handlegg og bris þannig að ég hugsa að pöntun verði send til Schmiedmann eða Koed.dk.
Bíllinn er orðinn frekar grjótbarinn svo mig langar að láta sprauta framendann fyrir sumarið. Einnig langar mig að láta samlita sílsana, laga ryðbólu bílsins í leiðinni og massa restina af lakkinu.

Svo eru ýmisleg smáatriði sem hægt er að nýta vetrardvalann í að græja. Laga frágang í skotti, festa vasa í hurðaspjöldin, taka leðrið almennilega í gegn með lit, skipta um rúðu í blæjunni, finna Alpina svuntu og jafnvel rendur líka. Svo eru nú líka fleiri smáatriði sem eru ekki einu sinni vert að minnast á en allt liður í að gera bílinn 100%.

Vona að þið hafið haft gaman að þessari lesningu.

_________________
E36 BMW 316i M-Tech 1998


Last edited by gjonsson on Mon 27. Jun 2011 20:09, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 01:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 27. Apr 2009 17:50
Posts: 2829
Location: Elskum þessar mellur
til hamingju með bílinn, fannst þessi alltaf geggjaður og finnst það enn... 8)

_________________
Image

Ágúst ingi S:823-7971

1992 E36 325i :S


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 07:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Frábært,, velkominn í lítinn klúbb ALPINA bíla hérlendis

tel að þú hafir gert einhver slyngustu bílakaup seinni ára,,, ef miðað er við raungildi bílsins hérlendis vs EU

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 07:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Frábær bíll, til hamingju með hann! 8)

Á til með að hrósa þér fyrir þetta frábæra viðhald á bílnum, alltaf virðingarvert þegar menn gera þetta almennilega! :thup:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 07:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Skemmtilegur pistill og til hamingju með bílinn, ég var alveg búinn að naga neglurnar yfir því hvað mig langaði að kaupa hann.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Innilega tilhamingju með bílinn. Virkilega skemmtileg samantekt hjá þér líka.
Get ímyndað mér að þessi vél sé skemmtileg. Vélin í 328i hjá mér var (ég seldi) yndisleg svo 250hö og 3L hljóma bara vel :D .

Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Verður gaman að sjá bílinn með svuntunni og strípunum þegar að þar að kemur.

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 10:08 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Til hamingju með bílinn, er alltaf að sjá hann í hlíðunum.

Ertu eitthvað skyldur Gaulza eða býrðu bara í sama húsi og hann? :)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 10:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Til hamingju með bílinn og flott að sjá hvað þú hugsar vel um hann.

Líst vel á plönin fyrir utan rendurnar (í lagi á E30 og eldra......).

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 10:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Til hamingju með bílinn :) Hef farið úr góðum höndum í betri

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 12:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
bimmer wrote:
Til hamingju með bílinn og flott að sjá hvað þú hugsar vel um hann.

Líst vel á plönin fyrir utan rendurnar (í lagi á E30 og eldra......).


Mér finnst þær flottar á E36 líka.

Image

Ég segi go for it :thup:

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 14:22 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 13. Sep 2006 16:21
Posts: 222
Location: Reykjavík
arnibjorn wrote:
Til hamingju með bílinn, er alltaf að sjá hann í hlíðunum.

Ertu eitthvað skyldur Gaulza eða býrðu bara í sama húsi og hann? :)


Grunar nú að Gaulzi sé þekktur undir öðru nafni í daglegu tali en ég held nú að sért að tala um nágranna minn.
Ég er einmitt alltaf að sjá bílinn þinn á ferðum mínum um hverfið og yfirleitt gef ég mér smá tíma til að skoða.

bimmer wrote:
Til hamingju með bílinn og flott að sjá hvað þú hugsar vel um hann.

Líst vel á plönin fyrir utan rendurnar (í lagi á E30 og eldra......).


Það má nú deila hvort sé fallegra en eitt er víst að Alpina rendurnar eru original og þannig langar mig mest að hafa bílinn.
Þessar rendur eru samt alveg fokdýrar og það eru aðrir hlutir sem meira liggur á.

Þessi bíll var keyptur til þess að eiga svo mér liggur nú ekkert á að gera allt strax.

_________________
E36 BMW 316i M-Tech 1998


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 16:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
vantar líka alpina lippið :drool:

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 16:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
Danni wrote:
bimmer wrote:
Til hamingju með bílinn og flott að sjá hvað þú hugsar vel um hann.

Líst vel á plönin fyrir utan rendurnar (í lagi á E30 og eldra......).


Mér finnst þær flottar á E36 líka.

Image

Ég segi go for it :thup:

Bara flott af hafa þetta á bilnum :thup:

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 16:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Mér finnst Alpina rendurnar alveg bilað flottar á E36 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Oct 2009 21:17 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Til hamingju með bílinn. Ég var greinilega ekki einn um að spá í að kaupa. Ef ég hefði fengið leyfi fyrir þriðja bíl á heimilið hefði þessi orðið fyrir valinu. Sá hann svo upp í Eðalbílum um daginn og hann var jafn flottur í eigin persónu eins og á myndunum.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 89 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group