Hljóta að vera einhverjir græjukallar hér inni.
Núna fer að líða að því að þessi verði tekinn út, Ég tók mig til nýlega og fór að safna mér hljómtækjum til að uppfæra það sem var alveg handónýtt í bílnum fyrir.
Það sem var gert er:
Setti DLS UR5s hátalara sett frammí, 120W RMS

Þétti vel undir midbass hátalarana og þeir gefa ágæis punch núna, eiga samt enn eftir að míkjast.
Þá tengdi ég við magnara sem ég átti JBL DA1002

Svo með einskærri snilli tókst tengapabba að hjálpa mér að koma undarlegum JBL 4x6" hátölurum fyrir í orginal afturfestingunum. Ég hélt að ég hefði gert snilldar kaup með þessum hátölurum, væru bara nánast plu n play, En þeir voru það ekki!

Þeir voru bara skornir í spað og límdir í gömlu festingarnar og hjálpa til við að lyfta hljóðinu upp afturí.
(Þess má geta að það er voða fátt til sem passar í þessar orginal festingar frá BMW, þetta þurfti alltaf að verða sérsmíði)
Þessa keyri ég á head unitinu, enda bara 50W RMS

Svo keypti ég Alpine SWE-843E 8" bassahátalara 120W RMS (400W peak)

Og smíðaði snilldar box fyrir hann sem er falið á milli sætana í gati sem hugsað er fyrir skíðapoka.



Þennann keyri ég á Kenwood kac-729S, Bridge'uðum

Svo er headunitið sama gamla GÓÐA Alpine CDA-7894

Því miður grátt en stillingarnar og krafturinn sem þetta tæki býr yfir gerir það ideal fyrir þetta setup.
Læt það crossovera og keyra afturhátalarana og þeir standa sig með stakri príði

Auðvitað var mikið rifið og gengið frá öllu eins vel og fallega og hægt var. Vissi það bara að ég vildi alls ekki láta neitt af þessu sjást.
Nema jú magnararnir sem hanga boltaðir undir blæjuboxinu en þeir blasa svosem ekkert við.
Smá myndir frá setupi sem konan tók þegar hún var eitthvað að þvælast þarna




Þetta er allt annað líf að spila tónlist í bílnum og verður mjög gaman að skutlast hringinn í kringum landið i sumar með vindinn í hárinu og einhverja góða tóna í eyrunum

Vonandi hafa einhverjir gaman að svon hér.