við félagarnir duttum nú nokkurnvegin í lukkupottin þegar annar okkar var spurður hvort við vildum ekki fara norður á bíl kunningja hins sama svo hann gæti verið með á sýninguni sem var fyrr í dag,
bíllin er að gerðini Alpina B3 cabrio E36, 10/93 og hefur nú verið nefdur hérna á spjallinu, við vorum náttúrulega alveg til í að eyða bíladögunum á þessum bíl og því var hann sóttur á höfðahöllina, fylltur af 98 og brennt á bíladaga,
ég var BARA forvitin hvernig mér líkaði við þennan bíl, en alpina er eitthvað sem maður kemst ekki í á hverjum degi hérna heima,
bíllin sem slíkur sker sig nú ekki mikið frá bara venjulegum 325 cabrio, eina sem maur sér á útlitinu eru felgurnar, og svo er hann verulega lágur, hann kemur samt fljótt upp um sig þegar maður sest inn í hann og sér alpina stýrið, fjólubláu mælana, "steðjaplötuna" á mælaborðinu og flr,
fyrst þegar maður sest undir stýri virðist bíllin ekki svo frábrugðin í akstri heldur, hljóðið er aðeins dimmara en flest voðalega normal bara, en leið og maður er búin að keyra hann smá spotta fer fljótt að koma í ljós munurinn á þessum bíl og stadart 325, fjöðrunin í bílnum er algjör snilld, hann er svo lágur að maður er með framstuðaran í nippinu á hverjum kant og hraðahindrun, bíllin hallast ekkert í beygjum og svarar ofsalega vel og agressíft, en samt er hann dúnmjúkur í akstri, við erum mikið búnir að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bíllin getur fjaðrað sona vel en samt verið með kantin á dekkjunum uppundir brettabogunum,
vélin í bílnum er svo ekkert minni snilld, þetta er að sjálfsögðu engin m3, en vélin er alpina own's 3.0l m50, slétt 250hö, bíllin vinnur mjög skemmtilega, togar mjög vel og er ekkert að kippa sér uppvið að maður sé ekkert að skipta niður í brekkum, svo ef maður vill leika sér aðeins þá er bara að setja bílin í um 4þús snúninga og þá mokvinnur hann í öllum gírum og hljóðið úr mótornum í þenslu er algert listaverk,
við keyrðum bílin eflaust ekki undir 1500km við flestar aðstæður, í steikjandi sól með blæjuna niðri að krúsa, í grenjandi rigningu og roki, innanbæjar og utanbæjar,
við vorum báðir alveg "stunned" yfir því hvað þessi að verða 14 ára gamli bimmi skemmti okkur vel og setti skemtilegan brag á ferðina, þegar við vorum að rúlla í bæinn rétt í þessum vorum við ennþá að´dásama hann við hvorn annan.. og við vorum báðir sammála um það að þetta er bíll sem maður væri til í að eiga,
kom mér á óvart að á leiðini norður keyrt mjög löglega var bíllin að eyða 7.2l, eftir að hafa rúntað svo yfir alla helgina innanbæjar á ak var eyðslan komin upp í 9.4l, og eftir að við brenndum í bæinn aftur og.. keyrðum þetta bmw style var hún rétt að skríða up í 10l, við tókum bensín í rvk á miðvikudaginn og tókum ekki bensín aftur fyrr á akueyri klukkan rúmlega 7 í kvöld áður en við lögðum af stað til rvk aftur,
myndavélin min beilaði á mér fyrir norðan, þannig að ég læt nokkrar lásí símamyndir duga, það eru nú eflaust til fullt af bílnum frá sýninguni í dag,
