bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 392 of 423

Author:  Daníel Már [ Tue 01. Apr 2014 20:19 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Þetta er svo skemmtilegur þráður, þessi bíll :drool:

Author:  BirkirB [ Tue 01. Apr 2014 20:32 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

fart wrote:
BirkirB wrote:
Ég myndi forðast ryðfrítt því það getur auðveldlega rifið sig fast í svart eða ál, sérstaklega ef það er verið að losa/herða oft. Það er allavega mín reynsla...


Ég keypti reyndar allt riðfrítt.. :? studdana, rærnar og skinnurnar.

Það veðrur ekki mikil hersla á þessu, og ég reikna með að líma niður studdana, permanently.


Okei, skiptir þá engu nema að gengjurnar á stöddunum skemmist ef það er endalaust verið að rífa ventlalokið af. Myndi ekki hafa áhyggjur af þessu en ryðfrítt getur verið ömurlegt.

Author:  fart [ Wed 02. Apr 2014 07:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

BirkirB wrote:
fart wrote:
BirkirB wrote:
Ég myndi forðast ryðfrítt því það getur auðveldlega rifið sig fast í svart eða ál, sérstaklega ef það er verið að losa/herða oft. Það er allavega mín reynsla...


Ég keypti reyndar allt riðfrítt.. :? studdana, rærnar og skinnurnar.

Það veðrur ekki mikil hersla á þessu, og ég reikna með að líma niður studdana, permanently.


Okei, skiptir þá engu nema að gengjurnar á stöddunum skemmist ef það er endalaust verið að rífa ventlalokið af. Myndi ekki hafa áhyggjur af þessu en ryðfrítt getur verið ömurlegt.


Ég hafði bara áhyggjur af því að þetta myndi ryðga og verða ljótt, þar sem þetta er á mjög visible hluta bilsins. Spurning hvort ég ætti að finna sterkari studda. Sveinbjörn Alpina var búinn að benda mér á þetta líka.

Author:  fart [ Sun 06. Apr 2014 09:08 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Vonandi betra en OEM

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Test fit..
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Alpina [ Sun 06. Apr 2014 22:32 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Cool....

en hvar eru svörtu .. team be hetturnar :shock:

Author:  fart [ Mon 07. Apr 2014 11:23 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Alpina wrote:
Cool....

en hvar eru svörtu .. team be hetturnar :shock:


Góð spurning,,, :santa:

Ég á þær heima og þær munu fara á í þessari viku, ég þarf bara að stytta einhverja studdana þar sem ég helicoilaði ekki.
Málið var að ég vildi helst ekki bora í heddið inntaksmegin því að þá var hætta á því að svarfið gæti farið ofaní mótorinn.
Gengjurnar þeim megin eru almennt mjög góðar for some reason...

EN.. þetta gersamlega míglekur olíu núna undan vélarlokspakkningunni. :thdown:

Ástæðan er líklega sú að pakkninginuna er ekki hægt að tvínota (skillst mér) þó svo að þessi hafi bara verið 2ja vikna gömul, þá duggði greinilega að hita hana nokkrum sinnum til þess að það sé ekki hægt að nota hana aftur.

Hin skýringin er að rærnar sem ég notaði eru ekki með sléttum botni, og olía var að koma upp undan þeim.

Smá bögg,, kennir manni að taka alltaf shakedown rönn áður en ekið er af stað í vinnuna....

Fyndna í þessu er að flat-bed trukkurinn sem sótti mig í dag var sá sami og pikkaði mig upp á Nurburgring 2012.. gæjinn hló og sagði "you again".

Góðu fréttirnar eru hinsvegar að VANOS er farið að hreyfst eins og það á að gera, sem þýðir fljótara spool á kuðungana.

Author:  Fatandre [ Mon 07. Apr 2014 11:41 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Gott að Vanosið virkar en :thdown: varðandi hitt. Maður verður víst að prufa sig áfram.

Author:  fart [ Mon 07. Apr 2014 12:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Fatandre wrote:
Gott að Vanosið virkar en :thdown: varðandi hitt. Maður verður víst að prufa sig áfram.


Já, ég er hvorki með hönnunarbakgrunn eða vélvirkja, þannig að svona æfingar eru oft trial/error.

Orginal festingarnar gera allavega ekki ráð fyrir þvi að maður sé mikið að opna og loka þessu. Skrufurnar eru lélegar og gengjurnar líka.
Margir nota silikonkítti á milli pakkningar og álsins, en ég vill heldur losna við það.

Var að panta nýja pakkningu, ný gúmi ofaní skrúfugötin og eitthvað annað drasl. Hendi þessu saman í vikunni.

Annað sem dráttarbílstjórinn sagði,,,, þessar nýju super synthetic olíur séu alveg ferlegar. Þær brenni svo auðveldlega þegar þær komast í tæri við pústið, og það geti í raun kviknað í. Hann sagðist hafa dregið 2 911 GT3 siðustu vikur í umboðið þar sem að olía hefði lekið á pústið og það kvikjað í.
Hann mælti með því að nota ekki Motul og/eða Mobil1, heldur frekar Castrol RS eða þá helst full racing olíu, þvi að þær væru bara yfirburðar, þó svo að þær seu ekki street legal, but who is to know.

Author:  Mazi! [ Mon 07. Apr 2014 12:30 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Ventlalokspakkningin á mínum S50 er eldgömul og ég hef tekið lokið af tvisvar og sett aftur saman og hún lekur ekkert.

Author:  fart [ Mon 07. Apr 2014 12:37 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Mazi! wrote:
Ventlalokspakkningin á mínum S50 er eldgömul og ég hef tekið lokið af tvisvar og sett aftur saman og hún lekur ekkert.


Interesting.. :?: Það er reyndar þrýstingur á crankcase hjá mér sem er ekki á non Turbo bíl. Það setur meiri þrýsting á pakkninguna en ella.

Mér sýndist þetta reyndar vera að leka upp með boltunum(studdunum) þar sem að rærnar eru rifflaðar undir, en þurfa að öllum að vera alveg flatar, nett fail hja mér...
Image

Það er spurning um að setja viðeigandi skinnur á þetta og svo aðrar rær og prufa svo. Ég pantaði allavega orginal skinnur og gúmíin líka.

Author:  íbbi_ [ Wed 09. Apr 2014 02:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

spurning með pcv ventilin kannski ef það er mikill þrýstingur í blokkini?

Author:  fart [ Wed 09. Apr 2014 06:51 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

íbbi_ wrote:
spurning með pcv ventilin kannski ef það er mikill þrýstingur í blokkini?

Hann er í góðu lagi, ef þú ert að tala um constant pressure vale, hann er nýr.

Öndunin á crankcase er í lagi, svo er aukaöndun líka. Það hefur alltaf verið töluvert blow-by síðan vélin var endurbyggð. Pakkningin hefur samt verið í fínu lagi, þangað til gengjurnar fóru að gefa sig.

Author:  fart [ Thu 10. Apr 2014 06:15 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Grunar að ég sé að of herða pakkninguna niður....

Author:  Axel Jóhann [ Thu 10. Apr 2014 09:35 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

No pun intended.....



Enn mér finnst þetta frekar fyndið og leiðinlegt hvað það ætlar að verða mikið vesen hjá þér að fá ventlalokspakkningu til að þétta! :lol:



Enn þú ert duglegur að duna í þessu svo að þetta hlýtur að koma fyrir rest! :thup:

Author:  Axel Jóhann [ Thu 10. Apr 2014 09:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Og ein önnur pæling, afhverju styttirðu ekki studdana aðeins og notar orginal rær sem eru t.d. á M50 sem eru sverari um sig, getur þá haft bara studdana aðeins lengri og sett auka skinnur á rærnar(hetturnar) til að ná góðri herslu sjá hér nr. 6 http://realoem.com/bmw/showparts.do?mod ... g=11&fg=15

Page 392 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/