bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 338 of 423

Author:  fart [ Fri 03. Aug 2012 14:54 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

gstuning wrote:
Það þarf ekkert að breyta mappinu, vatnsinnspýtting er eingöngu til að halda lofthita niðri.


En bensíninu? hann er reyndar það ríkur núna að smá lean-un mun verða ok

Author:  gstuning [ Fri 03. Aug 2012 15:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

Hann er í raun á millistigi í ríkleika.

Race : Lambda 0.86-87 er normið í þeim loggum sem ég hef skoðað í vinnunni.
Mega ríkt : Lambda 0.72

Author:  fart [ Fri 03. Aug 2012 18:30 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

gstuning wrote:
Hann er í raun á millistigi í ríkleika.

Race : Lambda 0.86-87 er normið í þeim loggum sem ég hef skoðað í vinnunni.
Mega ríkt : Lambda 0.72

Jamm, ég er ekki fjarri þessum race tölum, jafnvel aðeins ríkari. Geri ráð fyrir því að bíllinn fari aðeins upp í lambda við kaldara og súrefnisríkakra loft. En á móti verður það alveg í lagi þar sem að spíssinn við plenium mun bæla niður allt potentisl knock.

Author:  Magnús Þór [ Sat 04. Aug 2012 16:14 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

ég var að renna í gegnum þennan þráð og þetta er ekkert nema snilld
og þú færð líka hrós fyrir að setja þetta svona þægilega upp í post 1
good job

Author:  fart [ Sat 11. Aug 2012 21:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

Magnús Þór wrote:
ég var að renna í gegnum þennan þráð og þetta er ekkert nema snilld
og þú færð líka hrós fyrir að setja þetta svona þægilega upp í post 1
good job

Takk fyrir það.

Nú kemst ég loksins í lokafrágang á bílnum og svo laga ég efnisyfirlitið á þræðinum :thup:

Author:  fart [ Mon 20. Aug 2012 12:10 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

Smá mix í skúrnum þessa dagana, fyrst og fremst að klára Vatnsinnspítinguna en ég fór í gegnum smá trouble shooting ferli eftir að kerfið neitaði að fara úr fail-safe. Frábært support á www.aquamist.co.uk kom mér svo á sporið.

Svo virtist sem að water level sensorinn væri bilaður, eða þá snúran frá honum í tölvuna. Á endanum fann ég út úr þessu með Multi-Meter og Continuity testi.. Málið var að ég hafði sett báða water-level sensorana í tankinn, þann frá BMW og frá Aquamist, en í klaufaskapnum náðu þeir að snertast örlítið en samt báðir með möguleika að opnast og sýna level. Hinsvegar shortaðist Aquamist skynjarinn út við að snerta BMW skynjarann (jafnvel þó að hann væri ótengdur) og því sýndi hann alltaf að tankurinn væri tómur sem þýðir að kerfið fer í fail-safe. Ég þurfti því að finna mér nýjan rúðupisskút á ebay.de, s.s. ekki stór skaði.

Þetta var alveg í lagi því að 0.4mm 180cc spíssarnir komu ekki fyrr en á föstudaginn, og ég nýtti því góða veðrið um helgina til að dunda mér úti í garið að smíða bracket til að halda þeim fyrir framan þjöppuhjólið. Helvíti gott að eiga auka housing til að dunda sér í þessu. Spíssarnir eru núna komnir á réttann stað sem og vantslagnirnar. Nú vantar bara tankinn.

Auk þess lenti ég í smá vandræðum með knastásaskynjarann á inntaksásnum. Þetta er aftermarket Hall Effect skynjari sem Gunni setti til að geta lesið vanos hjólið. Þar sem að hann er ekki gerður fyrir minn mótor er alveg crucial hversu innarlega hann er settur. Of utarlega þá les tölvan engin boð, of innarlega og þá rekst hann í hjólið. Ég var að fá einhverjar villur (secondary trigger errors) sem bentu til þess að hann væri ekki að ná að lesa tennurnar. Ég færði hann því aðeins innar, en hef farið of lang og hann rakst í tannhjólið og er ónýtur. Sem betur fer ekki dýrt stykki og tveir nýjir (fínt að eiga auka) á leiðinni frá VEMS. Nú þarf ég bara að byrja nógu utarlega, taka triggerlog og færa innar eftir þörfum.

Vonandi byrjaður að keyra um miðja þessa viku. Gott að sumarið er langt hérna, maður kemst þá kanski eitthvað á braut.

Author:  fart [ Wed 22. Aug 2012 18:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 It's ALiVE

Þá er hann kominn í gang aftur, tók rönn áðan og hann virðist virka fínt, reynda tók ég ekkert á honum. Ég er ekki frá því að hann þurfi smá re-tune eftir þetta. Samt skil ég ekki af hverju það ætti að þurfa.

Water-Injectionið virkar, ég á enn eftir að testa það inn á mótorinn, prufaði bara að úða á framrúðuna og það kickar inn við boost.

:thup:

Author:  fart [ Mon 27. Aug 2012 07:19 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Smá saga frá helginni.

Hookaði vatnið við túrbínurnar og inntakið og var að fikta í því þegar bíllinn byrjaði að reykja massíft í lausagangi. Nett panic ástand. Fór hring og hann reykti ekkert við akstur en um leið og hann datt í idle kom blár reykur og virkilega mikill við free-reving. Ég hélt án gríns að hann væri farinn á hringjum allavega á einum stimpli því að það kom verulegur reykur upp úr dipstickinu sem og crankcase vents.

Ég tók líka eftir því að olían varc.a. 2mm fyrir ofan HIGH level á kvarðanum, þannig að ég ákvað að tappa af hálfum. Olían var rosalega þunn. Ég mældi aftur og sá að þó svo að ég hefði tekið 0.5L af þá var hann rétt við HIGH level. Ég tók því meira af og endaði í 1.3L af olíu, við það fór hann niður í svona 60% af kvarðanum. Reykurinn lagaðist ekki, en ég keyrði einhverja 10km til að tékka.

Það voru góð ráð dýr svo að ég stökk til og keypti þjöppumæli, en ákvað í leiðinni að kaupa nýja olíu, fara úr 10W-60 í 15W-50 af olíu sem heitir Motul 300V 100% synthetic. Ég dreinaði olíuna af mótorunu over night, morguninn eftir tæmdi ég olíukælinn líka og tók eftir því að það fóru 6L af olíu af mótor+kæli total.
Ég hafði því sett um 7.3L af olíu á mótorinn fyrir mistök sem er næstum 1.5L of mikið miðað við venjulegar aðstæður. Næst fóru á hann 5L af Motul, hitaði upp, bætti svo 0.5L í viðbót og var á LOW á kvarðanum. Fór hring, smá reykur í byrjun en svo ekkert. Mældi aftur olíuna, var við LOW, og bætti því 250ml í viðbót og er núna í 30% af kvarðanum. Mig grunar að kvarðinn sé reyndar rangur...

Anyway.. þvílíkur léttir. Það sem hefur líklega gerst er að þegar pakningarinstallið klilkkaði, tappaði ég olíunni af, en hef líklega ekki tekið nema kanski 4-5L í burtu. Svo bætt ofaní það 6L af nýrri olíu.

Þá var það næsta "vandamál" en vanosið vildi ekki snúast. Ég fór í alllskonar æfingar með multimeternum, en tók svo eftir því að ef ég kíkti niður um olíuáfyllingargatið sá ég að olíudælan á vanosinu var ekki alveg flush, vanosið hafið líklegast farið skakkt á. Í TIS er talið 1-9 á boltunum og fyrsti bolti er far-left eða hjá úttaksásnum en þar er olíudælan einmitt. Mögulega var því öxullinn skakkur í kerfinu. Ég reif því allt í spað, vanosið af, tímaði inn aftur, setti allt saman og setti í gang, en ekki vildi það snúast. Þá var næst að fara yfir vírana frá Vanosinu yfir í tölvuna því að mér fannst grunsamlegt að ég sá ekki signal. Gunni var reyndar búinn að benda mér á leið til að testa selenoidin, en mér fannst það framandi.

Á endanum fórum við Gunni í gegnum trouble shooting með því að assigna ónotuðum rásum á selenodin í test mode. Þau heyrðust "tikka" og því þau greinilega í lagi, og ég því skák og mát.

Í morgun fór ég rúnt á bílnum,, og viti menn Vanosið virkaði eins og aldrei áður... Líklega þarf maður að keyra til að sjá það snúast fyrir alvöru :thup:

Water injection kerfið virkar líka fínt, ég breytti brenniplötunni aðeins (smá lóðun í gangi) til að fá sterkara merki frá spíssunum. Ég er ekki frá því að það sé ívið meira power núna með vatninu en áður.
Ég ætti að sjá það á loggum hvort að það er meira súrefni í blöndunni með kerfið á.

Þá er bíllinn bara helvíti góður fyrir utan smá olíuleka á cam-cover (ventlalokinu). Ég var svo viss um að ég þyrfti að rífa þetta aftur að ég sleppti því að nota Silicone Gasket kítti lokmegin á pakkninguna. Olían er að dropa á eldgreinina sem orsakar smá reyk.. :lol:

Author:  bErio [ Mon 27. Aug 2012 14:44 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Kæmi mér ekkert á óvart að þú hatir olíu og olíuleka i dag... :lol:

Author:  ///M [ Mon 27. Aug 2012 14:56 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Er þetta þá ekki momentið sem þú selur dótið?! :alien:

(til hamingju með að þetta sé komið í lag!)

Author:  fart [ Mon 27. Aug 2012 15:00 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

bErio wrote:
Kæmi mér ekkert á óvart að þú hatir olíu og olíuleka i dag... :lol:

GERSAMLEGA HATA ÞAÐ... þessi leki á ventlalokspakkningunni er minor.. tekur mig hálftíma að properly laga það.

///M wrote:
Er þetta þá ekki momentið sem þú selur dótið?! :alien:

(til hamingju með að þetta sé komið í lag!)


Þetta væri mómentið.. who knows, er að spá í að setja feeler á Mobile og Þýsku M síðuna. Sá flottan 612 sem mig dauðlangar í.

Author:  bimmer [ Mon 27. Aug 2012 18:22 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Selja!??!?!?!

Hverjum dytti það í hug.

Author:  fart [ Mon 27. Aug 2012 18:59 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Hver veit Þórður.. hver veit

Annars er hér ein mynd af olíulekanum:

Image

Annars setti ég personal best áðan, 40 mín að laga þetta.


Strut brace af
Lokið yfir háspennukeflunum af
Rúðuþurrkur í burtu ásamt ristinni yfir miðstöð og miðstöðvarskúffunni
6x háspennukefli
Ventlalok í burtu
þrífa allt dótið
Kítta og bíða 10mín (láta harna aðeins)
Henda svo saman aftur

Water injection myndir:

Image
Spíssinn á aftari bínunni (samskonar á fremri) 0.4mm 180-200cc

Image
Spíssinn á plenium, minnkar líkur á knocki og kælir combustion chamber sem lækkar EGT 0.8mm 400cc

Image
T-splitterinn sem feedar inntak annarsvegar og bínurnar hinsvegar, er bakvið grillið

Author:  Einarsss [ Fri 31. Aug 2012 09:23 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Er þetta nýjasti racesuitið lengst til hægri?

Image

:lol:

Author:  apollo [ Fri 31. Aug 2012 10:03 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Hvernig sprautast þetta ? Er einhver spíss sem dreifir þessu? Eða gluðar bara beint inn?

Annas mjög flott hjá þér!

Page 338 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/