bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 334 of 423

Author:  fart [ Thu 12. Jul 2012 18:31 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Performance BMW Feature bls 333

Það er gaman af þessu :D
PBMW mag er nokkuð stórt og pro blað, ég ætla að setja útprentun í ramma og á vegginn í skürnum.


Aquamistið beið eftir mér þegar ég kom heim áðan, helgin fer í að klára mótorinn og vonandi að installa.

Author:  bimmer [ Thu 12. Jul 2012 21:37 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Performance BMW Feature bls 333

Væntanlega alveg náð að slaka á hér heima án þess að
hugsa neitt um mótorinn eða Aquamist.

Author:  fart [ Fri 13. Jul 2012 06:39 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Performance BMW Feature bls 333

bimmer wrote:
Væntanlega alveg náð að slaka á hér heima án þess að
hugsa neitt um mótorinn eða Aquamist.

Svona c.a.

Author:  fart [ Fri 13. Jul 2012 18:16 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Performance BMW Feature bls 333

Starta í fyrramálið, allt frágengið á exhaust hliðinni, á eftir að henda airboxinu á og vatnskassanum í. Það er frekar fljótgert.

Helstu vandræðin núna eru að funna staðsetningae fyrir vatnsinnspýtingardótið.

Author:  fart [ Sat 14. Jul 2012 09:40 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Byrjaði morguninn á því að tengja rafgeyminn og starta mótornum án þess að hafa kerti eða injectors tengda. Snérist fínt :thup:

Tengdi ketin og injectorana og bíllinn rauk í gang.....en HRIALEGT bank í hverjum snúningi. Hljómar eins og það komi frá cyl 1-3, líklegast nr 2.

Þetta er að mínu mati definetly ekki efri hlutinn, heldur frekar stangarlega :thdown: :thdown: :thdown: bíllinn gengur ágætlega og þess vegna grunar mig neðri hlutann.

Ég ætla að taka smá video af þessu og leyfa ykkur að heyra :argh:

Author:  IvanAnders [ Sat 14. Jul 2012 10:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

:woow: Kláraðu mig ekki!!! :aww:

Author:  fart [ Sat 14. Jul 2012 10:20 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Þetta er ekki minn en þetta hljómar næstum svona... http://www.youtube.com/watch?v=-7TlWDuHOII og/eða svona http://www.youtube.com/watch?v=-7TlWDuHOII og/eða svona

kanski líkast þessu

Author:  bimmer [ Sat 14. Jul 2012 12:09 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

:argh:

Author:  Einarsss [ Sat 14. Jul 2012 12:30 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Image

Author:  fart [ Sat 14. Jul 2012 13:03 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Knastásarnir virðast vera réttir miðað við skilaboðin úr VEMS... Ég veit ekki hver fjandinn þetta getur verið,, mögulega stangarlega og svo dettur mér í hug að einn hringurinn á Cut-Ring pakningunni hafi runnið eitthvað til við install.. en það er remote möguleiki.

Ég ætla allavega að gera leakdown test á þetta.

Author:  fart [ Sat 14. Jul 2012 15:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Reif lokið af og sá að Knastásarnir eru alveg SPOT ON á merkjunum við TDC, þannig að ekki er þetta rangur knastásatími.

Ég gerði því leakdown test... og það var ekki fallegt.

cyl1 85%
cyl2 62%
cyl3 70%
cyl4 68%
cyl5 61% (óvenju gott) :D
cyl7 69%

Það er reyndar þannig að þegar hlutirnir eru svona consistant kemur "færra til greina". Allavega er ólíklegt að einhver einn sé farinn á stangarlegu, þetta bendir meira til þess að það sé eitthvað að sem hefur áhrif á alla cylindrana. Ætla að leyfa mér að útiloka nokkra hluti.

Hringi (ólíklegt að bíllinn fari á öllum í einu)
Legur, því þá væri leakdown ekki svona slæmt á öllum
Sprungið hedd (sama ástæða og að ofan)


Ég ætla að leyfa mér að "vona" að ég hafi klúðrað heddpakningarísetningunni, að hringirnir (lausir) í cut-ring pakningunni hafi runnið eitthvað til. Heddið er allavega að fara aftur af..

Ef svo er kennir það manni að gera alltaf leakdown eftir að það er búið að herða niður heddið..

VIDEO: https://www.dropbox.com/s/9k8z11jt5h4zi ... kKnock.mpg

Author:  -Siggi- [ Sat 14. Jul 2012 18:37 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Það kemur ekki fram á leakdown testi hvort legur séu farnar.
Hefur ekkert með það að gera.

Author:  BjarkiHS [ Sat 14. Jul 2012 19:01 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Eru ekki örfáir hlutir sem koma til greina varðandi slæmt leakdown ?
Stimpilhringir, ventlar/sæti eða hedd/pakkning.
Og þá helst hringir sem tengjast þessu ógeðslega glamri.

Author:  fart [ Sat 14. Jul 2012 19:53 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

BjarkiHS wrote:
Eru ekki örfáir hlutir sem koma til greina varðandi slæmt leakdown ?
Stimpilhringir, ventlar/sæti eða hedd/pakkning.
Og þá helst hringir sem tengjast þessu ógeðslega glamri.

Hringir á öllum er frekar hæpið, mig grinar helst að einhver stimpill sé að slást í pakningarhring, enda kom þetta hljóð einnig þegar ég lét mótorinn ganga og aftengdi coilpack one by one.. S.s. Það var ekki verið að sprengja stimpilinn niður sem er yfirleitt orsök leguhljóds.

Ég er búinn að sannfæra sjálfan mig um að þetta er fkt-up pakningarjob, og líklega nóg að einn hringur eða fleiri renni til og þá er heddið á lofti. Heddið fer af á morgun bara til að vera viss


-Siggi- wrote:
Það kemur ekki fram á leakdown testi hvort legur séu farnar.
Hefur ekkert með það að gera.


Ég veit það enda leakdown meira til að sannfæra mig um að þetta séu EKKI legur. Ef leakdown hefði verið 10-20% gefði ég hallast að legum.

EF mótorinn er með ónýta hringi... Er ég hættur þessu.. For good.

Author:  saemi [ Sat 14. Jul 2012 22:16 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 highs and lows, uppgjafarfílingur....

Þetta er .... ekki skemmtilegt.

Samúðarkveðjur, það þarf þrjósku til að fara aftur út í skúr og skrúfa.

Page 334 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/