bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 326 of 423

Author:  fart [ Fri 08. Jun 2012 18:32 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Eldsnöggt video á facebook, 80-170.. Það var of mikil umferð til að taka lengra

http://www.facebook.com/photo.php?v=3542146787253

Btw.. Minimum boost :thup:

Author:  gstuning [ Fri 08. Jun 2012 23:10 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Þú mátt ekki vera svona sparsamur á Gopro cameruna.

negla hana beint fyrir framann kmh og rpm mælanna og láta vaða úr núlli .

Author:  fart [ Sat 09. Jun 2012 15:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Það eru smáatriðin sem skipta máli :lol:

Before

Image

After

Image

Author:  fart [ Tue 12. Jun 2012 18:33 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Enn er einhver smá olíuleki. Hann kemur ekki ef að bíllinn stendur og ekki við idle/smá reving, lét hann ganga á búkkum í nærri 20 mïnútur áðan og fór svo undir með ljós.

Það er allt þurrt exhaust megin, en mér sýndist vera einhver smá leki/smit intaksmegin. Annaðhvort er eitthvað að smitast út við T-stykkin sem ég er að stela olíu fyrir túrbínurnar, eða pannan er að leka.

Einn bolti í pönnunni var ferkar grunsamlega laus rétt við þar sem steering column kemur niður og sá staður gæti verið spot on... ég herti á honum en þorði ekki að herða mikið, vildi ekki forskrúfa hann, nema hann sé það nú þegar. :x

Author:  gardara [ Tue 12. Jun 2012 20:27 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Herslumælir?

Olíupannan á að vera

8.8 grade -- 89 in-lbs -- 10 Nm
10.9 grade -- 106 in-lbs -- 12Nm

Author:  fart [ Wed 13. Jun 2012 04:30 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

gardara wrote:
Herslumælir?

Olíupannan á að vera

8.8 grade -- 89 in-lbs -- 10 Nm
10.9 grade -- 106 in-lbs -- 12Nm


Minn kemst ekki svo lágt... :thdown:

Author:  gardara [ Wed 13. Jun 2012 05:53 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Nærðu ekki að undirskrúfa hann?
Ég er með mæli sem tekur minnst 20Nm á kvarðanum en þú getur skrúfað hann neðar og náð honum niður í 5Nm með því að draga frá snúningana.

Author:  fart [ Wed 13. Jun 2012 07:07 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

gardara wrote:
Nærðu ekki að undirskrúfa hann?
Ég er með mæli sem tekur minnst 20Nm á kvarðanum en þú getur skrúfað hann neðar og náð honum niður í 5Nm með því að draga frá snúningana.


Þarf að tékka á því. Annars er þetta ferlega leiðinlegur leki, þetta er ofboðslega lítið en samt nóg til þess að safnast upp aftarlega á pönnunni.
Það sem er ángægjulegt er að:
1. Túrbínurnar virðast lekalausar með öllu (feed og affall), þó svo að uppsprettan inntaksmegin gæri mögulega verið að leka.
2. Milliheddið er lekalaust, það er klárt
3. CPV er ekki að leka, það er 100%

Til þess að sjá þennan leka þarf ég að keyra bílinn nokkuð aggressive 2-3svar og þá safnast olía saman aftarlega á pönnunni, líklega vegna wind-effect, og fer einnig aftur á gírkassa og drain boltann þar. Það safnast einnig á X-Brace, og þaðan dropar það á gólfið. Þetta eru nokkrir dropar eftir 2-3 daga akstur, ekkert serious þannig séð og bara grín miðað við það sem var áður. En pirrar mig endalaust.

Author:  fart [ Sun 17. Jun 2012 17:24 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt BMW-Power Magazin Greinin bls: 324

Smá fjör á hraðbrautinni. Þessi 335i er uþb 400 hestöfl að mér skillst og sjálfskiptur. Hann átti ekki alveg séns.



Seinna rönnið er ég í 4th gear max boost, hann tekur jump og ég botna. Eftir að ég er komin framúr (vel framúr) og í 5. gír tek ég smá Vmax í 5th.

Dagurinn endaði svo frekar illa, Heddpakningin gafst upp á fyrsta hring á slaufunni.. Mig grunar að Ajusa pakningin sem er núna sé einfaldlega ekki á pari við Elring pakninguna sem var í áður. Það má geta þess að ég skaffaði þessa pakningu. Næst er það annaðhvort quality Elring eða þá MLS frá Cometic.

Ástæða þess að pakningin fór er ekki alveg ljós.. kanski var hún bara búin að fá nóg, en mig grunar samt bensínið á stöðinni uppi við Nurburgring. Ég tók mörg rönn á bílnum á V-Power, og nokkur á leiðinni uppeftir á max boost. Svo tankaði ég upp, keypti miða á brautina, skrúfaði boostið niður í minimum, spældi einn E60M5 upp 1, 2, 3, og fjórða gír.. en við 220km/h í 4th gafst pakningin upp.. Ferleg tilviljun að það gerist rétt eftir að ég er búinn að tanka upp með öðru en V-Power.

Fór svona heim:
Image

Author:  bimmer [ Sun 17. Jun 2012 20:16 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Fjöldauppreisn í S-motoren deildinni þessa dagana :evil:

Author:  ///M [ Sun 17. Jun 2012 20:52 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Þvílík þolinmæði! Ég væri löngu búinn að brenna þetta drasl og kaupa mér græna kortið í strætó :oops: :lol:

Vona að þú sleppir vel frá þessu og þetta sé bara pakkningin.

Author:  Einzi [ Sun 17. Jun 2012 21:06 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

///M wrote:
Þvílík þolinmæði! Ég væri löngu búinn að brenna þetta drasl og kaupa mér græna kortið í strætó :oops: :lol:


Er bara ekki lífið svona þegar menn eru að græja og gera turbo.

Author:  siggir [ Sun 17. Jun 2012 23:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

///M wrote:
Þvílík þolinmæði! Ég væri löngu búinn að brenna þetta drasl og kaupa mér græna kortið í strætó :oops: :lol:

Vona að þú sleppir vel frá þessu og þetta sé bara pakkningin.


Það er hart að vera harðfiskur.

Hvað var oktanið á bensíninu á slaufunni og hvað er oktanið á V power?

Author:  fart [ Mon 18. Jun 2012 04:31 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

siggir wrote:
Það er hart að vera harðfiskur.

Hvað var oktanið á bensíninu á slaufunni og hvað er oktanið á V power?


Bensínið þar er skv. miðanum 98ock Super Preminum. Rétt eftir að ég stoppaði kvellsprakk einn 997.2 GT3RS mótor fyrir framan stæðið sem ég var á. Það komu einhverjir spekingar á svæðið og við fórum að ræað vítt og breitt um þetta. Þeir töluðu um að bensínið væri low quality.

Ég held satt best að segja að ég hafi bara drepið heddpakninguna í high-speed runninu á autobahn... svo kólnar dótið niður í smá stund en er farið við fyrsta boost á eftir. Mögulega bara ekki nógu sterk pakning..

Author:  bimmer [ Mon 18. Jun 2012 04:52 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Ertu með ARP2000 eða L19 stödda?

Á hvaða bensínstöð fórstu?

Page 326 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/