bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 279 of 423

Author:  gmg [ Sat 17. Dec 2011 14:46 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

The never ending story !











Baráttukveðjur Sveinn !

Author:  Kristjan PGT [ Sat 17. Dec 2011 14:56 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Ég dáist af þrótti þínum Sveinn! Óska þér góðs gengis með þetta.

Baráttukveðjur,

*edit*
Þegar ég sá nafnið á þræðinum var ég nánast viss að um grín væri að ræða :bawl:

Author:  saemi [ Sat 17. Dec 2011 15:09 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Uuurrrrgghhh.

Þetta var nú óþarfi að þurfa að gera þetta allt saman aftur. Gott samt að næg olía hélst á bílnum, hjúkk :o

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 15:16 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Eftir smá brainstorm dettur mér helst í hug að olíuönduninni sé um að kenna. Það eru 2 breathers sem fara í catch can, svo á catchcan að anda. Sú öndun fer núna inn í slönguna sem fer síðan í ICV, en það er enginn einstefnuventill og því grunar mig að öndunin sé inn í þrýstinginn... S.s engin öndun. Það gæti útskýrt af hverju olían gusslaðist út við boost en ekki freerev.

Author:  gstuning [ Sat 17. Dec 2011 15:20 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Getur þá lagað púst lekann á flækjunni við boltann, sem hefði aldrei verið hægt að laga og hugað að intercooler lögnunum eins og þú ætlaðir að gera hvort eð er.

Einnig ætla ég að mæla með því að þú látir scavenging dæluna í. Þú átt hana og þarft ekkert að gera nema að tengja úr túrbínum í hana og úr henni í eitt af drain tengjunum eða báðum. Ef það er eitthvað sem ég ætla að mæla með þá er það það.

Image
Image

Ég veit ekki hvað málið er með þennan leka, því ég sat í bílnum fyrir utan eurotunnel í góðar 40mín eftir að hafa ekið í 2tíma með hellings af inngjöfum og álagi og snúningum og ekki reykti hann þá. Búinn að keyra bílinn í það minnsta 600km áður enn ég lagði af stað í þessa ferð og hann hefur ekki reykt svona áður hvað þá á dynoinu alveg 25run. hljómar asnalega enn kannsi gerðist eitthvað meira enn bara týnt stefnuljós þegar ég lenti í því að keyra yfir haug af trjá greinum á highwayinu í frakklandi á 130kmh.

Það er einstefnu ventill btw. hann er í ICV slöngunni
. Hann var vel testaður áður enn hann var settur í.

Author:  Giz [ Sat 17. Dec 2011 15:35 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Jédúddamía!

Það á ekki af þessu að ganga...

En magnað hvað þú ert hress í vélaræfingunum, magnað alveg.

Þú ættir að ná þessu þá hvað, fyrir ammæli? :)

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 15:45 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

gstuning wrote:
Getur þá lagað púst lekann á flækjunni við boltann, sem hefði aldrei verið hægt að laga og hugað að intercooler lögnunum eins og þú ætlaðir að gera hvort eð er.

Einnig ætla ég að mæla með því að þú látir scavenging dæluna í. Þú átt hana og þarft ekkert að gera nema að tengja úr túrbínum í hana og úr henni í eitt af drain tengjunum eða báðum. Ef það er eitthvað sem ég ætla að mæla með þá er það það.

Já ég ætla að kíkja á það hvar ég kem henni fyrir og slíkt, en dælan er til og bara spurning um að pípa og tengja rafmagnið.

gstuning wrote:
Ég veit ekki hvað málið er með þennan leka, því ég sat í bílnum fyrir utan eurotunnel í góðar 40mín eftir að hafa ekið í 2tíma með hellings af inngjöfum og álagi og snúningum og ekki reykti hann þá. Búinn að keyra bílinn í það minnsta 600km áður enn ég lagði af stað í þessa ferð og hann hefur ekki reykt svona áður hvað þá á dynoinu alveg 25run. hljómar asnalega enn kannsi gerðist eitthvað meira enn bara týnt stefnuljós þegar ég lenti í því að keyra yfir haug af trjá greinum á highwayinu í frakklandi á 130kmh.

Það er einstefnu ventill btw. hann er í ICV slöngunni
. Hann var vel testaður áður enn hann var settur í.

Sorry, sá ekki einstefnuventilinn, þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug á meðan við vorum að útrétta áðan, hljómaði lógískt þar sem að það gusslaðist vel út þegar við fórum upp á flugvöll og ég gaf eitthvað í, á leiðinni heim reykti hann ekkert enda keyrði ég alveg án boosts, það var stór pollur undir bílnum af olíu og alveg slóðin eftirmig, auk þess kom slatta reykur inni í bíl uppi á flugvallarbílastæði.
Svo í gær fékk ég konuna til að reva mótorinn alveg í ræmur inni í skúr á meðan ég setti vasaljósið á grunsamlega staði (reyndar víða) og sá ekkert, og það kom enginn auka olía á gólfið í skúrnum, og var ekkert í morgun. Mig grunaði því að þetta væri under-boost leki og þótti líklegast að um stíflu í öndun væri að ræða.
Hvað er langt síðan að þú tókst filterinn af catch-can og routaðir inn í ICV?

Ég varð að taka mótorinn úr til að setja pakninguna á afgashúsið á aftari túrbínunni, það var líka búið að sullast vel þar út virtist vera.

Já kíki á gatið á manifoldinu, var reyndar búinn að setja liquid metal lím á það :P en læt sljóða í þar sem þetta verður komið úr..

Það er möguleiki að þetta hafi gerst við skógarferðina :lol: en það var ekkert sýnilegt í sundur eða slíkt.

P.s. fæ liðsauka á morgun. Nokkrar local BMW hnetur ætla að mæta og hjálpa mér við að taka mótorinn úr, Internetið er geðveikt.

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 17:04 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

OK, stundum er þrjóska dyggð en oftast löstur. Í þessu tilviki er þrjóskan mín vonandi dyggð.

Ég opnaði nokkra kalda og hugsaði um þetta Gunni, en ég sé ekki betur en að við séum enn í Circular Refrence með öndunina, þó svo að það sé one way ventill þarna þá er hann samt að anda inn í kerfið (engin actual þrýstings losun) og inn í sama kerfi og það er þrýstingur á. S.s.:
OEM breather i catch can
Ofaná ventlaloki breather (auka) andar í catch can líka
Ventið andar inn í kerfið aftur s.s. það andar hvergi út.

Prufaði þessa kenningu.
Byrjaði á því að aftengja eina slöngu (nýja breatherinn) af catch can og setti puttann fyrir nippilinn á dollunni en blés í rörið. Ég gat blásið nokkuð auðveldlega, og þá fór ég að hugsa, hvert er loftið að fara??
Tók catch can í burtu og setti OEM breather beint í vent-rörið (þetta sem fer í one way ventilinn og inn hjá ICV).
s.s. svona
Image
sbr setupið
Image

Tók svo nýja breatherinn og blés létt í hann,,, það er smá viðnám en svo heyrist fffffssssssst hljóð. Eftir því sem ég best veit er vélin ekki með neina öndun í gegnum sig nema þá framhjá hringjunum, en það er samt enn í kerfinu, nema það fari til baka út um inntak. Anyway.. ég hlustaði og blés þangað til að ég var alveg viss um að hljóðið var að koma aftanúr mótornum.

Þá sá ég þetta.
Image
Ef vel er að gáð sést að ventlalokspakningin hefur skotist út og það blæs alveg frjálst. Ef þið fylgið boltanum sem sést, og farið til vinstri sést pakningin, hún er ekki á réttum stað. Myndavélin náði þessu ekki alveg en þetta mun sjást betur þegar mótorinn fer úr.

Er þetta ekki málið? Allavega þarf að kíkja á þessa ventlalokspakningu.

Kenningin er allavega þessi. Gunni sagði mér að hann hefði tekið filterinn af catch-can þar sem að það fór vatn inn um hann, og re-routað breather inn um Pre-ICV (í gegnum einstefnuventil). Það virkaði í smá tíma, olía fór hér og þar í litlum skömmtum á meðan kerfið var þétt. Síðan gerist það að pakningin springur út og þá er það eina leiðin út fyrir loft og olíugufur (olíu).

BTW finn ekki vírana fyrir scavenging dæluna, það voru 3 vírar og relay ef ég man rétt.. þarf að gramsa betur.

Author:  gstuning [ Sat 17. Dec 2011 17:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Ég var að hugsa um þetta og þetta og er sammála því að það sé að myndast umfram þrýstingur í crankcase og er svona

Þegar þrýstingurinn á milli ICV og ventla er minni enn í crank case/blokkinni þá sogar vélin úr blokkinni eins og viljinn er í þetta skiptið og á oem vélum.

Þegar er boost þá lokast á ein stefnu ventilinn og hann mun eingöngu leyfa loft í gegnum sig frá blokkinni ef þrýstingurinn er meira í blokkinni enn eftir ICV. Þetta á að vera í lagi þegar er lítið að fara framhjá hringjunum, ENN í þínu tilfelli með lausu hringina fyrir turbo race setups þá er það mikið að komast framhjá að það veldur útblæstri framhjá pakkdósum, ventlalokum og svo framvegis þar sem að kerfið heldur auðvitað ekki svaka þrýsting.

Til að laga þetta er hægt að bæta við einstefnu ventli sem er stór. Kerfið virkar þá svona

Vacuum í throttle bodies = vacuum í blokkinni, lokuð öndun útum nýja stóra ventilinn.
Boost í throttle bodies = lokast frá boosti í crank case (litli einsstefnu ventilinn sér um það alveg við ICV slönguna) og stóri ventilinn hleypir útum sig öllu þrýstings buildupi.

Það er því OEM olíuöndun undir vacuumi, sem hjálpar við að leysa minniháttar leka og svoleiðis því loft fer inn frekar enn olía út (OEM pælingin)
Og það er open to air olíuöndun undir boosti.

Author:  birkire [ Sat 17. Dec 2011 18:48 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Þetta er bara partur af sportinu, þýðir ekkert að láta þetta á sig fá. Viðhorfið er til fyrirmyndar fart, heldur bara áfram

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 19:46 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Gunni, mun einfaldari lausn er að ég venta bara Catch-canið inn í intakið post filterea en pre turbo. Þar er enginn þrýstingur. Ef það kemur smá oil vapors þá er það ekkert mál.

Allavega held ég að ég sé búinn að finna út úr þessum massífa leka. Ventlalokspakkning er pís of keik.

Author:  srr [ Sat 17. Dec 2011 19:47 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

fart wrote:
Gunni, mun einfaldari lausn er að ég venta bara Catch-canið inn í intakið post filterea en pre turbo. Þar er enginn þrýstingur. Ef það kemur smá oil vapors þá er það ekkert mál.

Allavega held ég að ég sé búinn að finna út úr þessum massífa leka. Ventlalokspakkning er pís of keik.

Sweet :thup: :thup:

Author:  tinni77 [ Sat 17. Dec 2011 20:57 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

fart wrote:
Gunni, mun einfaldari lausn er að ég venta bara Catch-canið inn í intakið post filterea en pre turbo. Þar er enginn þrýstingur. Ef það kemur smá oil vapors þá er það ekkert mál.

Allavega held ég að ég sé búinn að finna út úr þessum massífa leka. Ventlalokspakkning er pís of keik.


Það er auðvelt að klúðra ventlalokspakkningu, herðir hana aðeins of mikið og þá lekur allt til andskotans,

miðað við magnið og að það dropi á greinina eru góðar líkur að þetta sé sú pakkning.


Gangi þér vel með þetta Sveinn ;)

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 22:18 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

Thanks! :). Bara bjartsýni herna megin :santa:

Author:  Zed III [ Sat 17. Dec 2011 22:36 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn úr-

fart wrote:
....enn í Circular Refrence...


AKA no loose ends.

Page 279 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/