Virðist sem allir séu að skrúfa og græja og gera, mig langaði að sýna ykkur í hverju ég er að skrúfa, sem er M30B35 turbo. Þetta er búið að vera töluverðan tíma í fæðingu en virðist loksins vera að detta á lokasprettinn, en það má geta þess að vélin hefur verið sett saman tvisvar og rifin aftur til að skipta um íhluti og betrumbæta en vonandi er allt þegar þrennt er...
Hér er blokkin, búið að bora fyrir olíuspíssum f. stimpilkælingu, hóna og plana 0,3mm af. Reddý f. samsetningu
Alpina B7 stimplarnir komnir í.
Arp studdar og MLS
Þá er komið að heddinu, hér sést munurinn á ventlagormunum sem settir voru í(vm) og oem (hm). Má geta þess að heddið var sent í valve job hjá kistufelli, en ég lét þá bara setja original gormana aftur í vegna þess að ég var ekki kominn með nýju gormana ofl þá.
Glænýr special made turbo knastás
Speccar f. ásinn
Svo datt mér í hug að búa mér til soggrein, með Infiniti Q45 Throttle body. Á ekki margar myndir af því ferli en það var í raun þannig að ég skar flangsana af original greininni og sauð rör á þá og renndi svo keilur sem eru 50mm öðrumegin og 80mm hinum megin og sauð þær svo aftan á og föndraði út frá því...
Gamla og nýja Throttle bodyið
Á þessari mynd sést í hvaða veseni ég lennti með vatnsláshúsið, vonlaust að koma slöngu á innra rörið/lögnina, þá var bara að mixa þetta, gaman að segja að það er 1.5mm í clearance á milli soggreinar og vatnslásúss
Á meðan ég var að smíða soggreinina þá var ég með í pöntun pústgrein frá manni sem margir kannast við Otis(Good&tight)... Fékk greinina og skellti á hana flangs f. 39mm precision wg, túrbínan er Schwitzer S360 T4
Sést hérna drainið í pönnuna sem ég græjaði en það er 20mm rör m. 2mm veggþykkt.
gírkassinn sem ég nota sést þarna á gólfinu.
Náði mér svo í single mass swinghjól en það þarf aðeins að sansa það til fyrir notkun.
Svona stendur vélin í dag og er ég að brasa í að koma saman nýju rafkerfi á hana.