bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar Fuel Sending Unit eða góða partasölu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=285
Page 1 of 1

Author:  saevar [ Wed 06. Nov 2002 09:55 ]
Post subject:  Vantar Fuel Sending Unit eða góða partasölu

Sælir

Mér vantar unitið í bensíntank á 87 e32 sem mælir bensínið. Þetta heitir á ensku fuel sending unit.
Það eru til tvær gerðir af þessu eitt er gefið upp fyrir 81 til 91 lítra tank en hitt fyrir 91 til 100 lítra tank. Mér vantar þetta fyrir minni tankinn (81 - 91). Það er auðveldast að mæla þetta til að vera viss hvor hlutinn maður er með í höndunum. Það sem mig vantar á að vera 275 mm en hinn er 295 mm.

Ef að þið eigið þetta ekki væri líka ágætt ef að þið gætuð bent mér á góða bílapartasölu fyrir bmw.

Hér er mynd af þessu
Image

Author:  GHR [ Wed 06. Nov 2002 10:04 ]
Post subject: 

Athugaðu með Bílstart ehf (S:565-2688), þeir sérhæfa sig víst í BMW :)
Síðan geturu alltaf spjallað við þá niður í Tækniþjónustu Bifreiða (þeir luma alltaf á eitthverju)

Kannski á Saemi þetta?


Jæja, viltu ekki segja betur frá bílnum eða jafnvel pósta eitthverjum myndum :D

Kveðja
GHR

Author:  saevar [ Wed 06. Nov 2002 10:58 ]
Post subject: 

Takk ég tékka á þessu :D

En annars á ég 1987 735i, sem var á sínum tíma fluttur inn nýr fyrir forstjóra flugleiða. Hann er royal blue með ljósu leðri að innan og nokkuð vel með farið lakk á honum. Ég á engar myndir eins og er en ég mun senda þær inn þegar ég hunskast til að fara mynda hann

Author:  Bjarki [ Wed 06. Nov 2002 14:17 ]
Post subject: 

Það vill svo vel til að ég á í fórum mínum myndir af þessum bíl!
Ég var að hugsa um hann þegar ég keypti minn en gaurinn sem átti hann var í útlöndum þegar ég var að leita mér af bíl og var með allt klárt.
Hvað borgaðir þú fyrir gripinn?
Image
Image
Image
Myndirnar eru kannski frekar stórar fyrir þá sem eru með upphringiaðgang, nennti bara ekki að minnka þær.

Author:  saevar [ Wed 06. Nov 2002 14:29 ]
Post subject: 

Heh, lítill heimur eða kannski bara lítið land :lol:
Ég borgaði 450þús fyrir hann.

Author:  GHR [ Wed 06. Nov 2002 17:01 ]
Post subject: 

Það er nokkuð gott verð. Var hann eitthvað bilaður eða er hann keyrður eitthver ósköp (þó maður sé ekkert hræddur við háa aksturtölu)

Author:  saevar [ Fri 08. Nov 2002 09:12 ]
Post subject: 

Ég komst af því eftirá að það þurfti að skipta um alla bremsuklossa og allar bremsurnar að aftan. Bensíntankurinn lak og það lak olíu (farinn pakkdós). Síðan kemur líka upp Brake Pressure á tölvunni. En annars er hann ekinn 160þús.

Author:  saevar [ Fri 08. Nov 2002 09:17 ]
Post subject: 

En takk annars fyrir Gummi ég fékk þetta hjá bílstart fyrir 6000 kall. Bara nokk sáttur við það, umboðið ætlaði að panta þetta fyrir mig á 36000 kall.

Author:  Bjarki [ Sat 09. Nov 2002 13:37 ]
Post subject: 

Hvar lak bensíntankurinn? Held að það sé einhver einn staður þar sem þeir byrja alltaf að leka, einhver pakkning.

Author:  saevar [ Mon 11. Nov 2002 10:35 ]
Post subject: 

Það var bara kominn nokkur göt á og í kringum rörið. Annars var þetta ansi fróðleg viðgerð, sprengingar og læti þegar ég fékk frænda minn til að sjóða í tankinn. En hann er kominn undir núna og lekur ekkert og mælirinn virðist líka vera nokkuð réttur. :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/