bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Seldur - BMW e38 750i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=67862
Page 1 of 1

Author:  Kristmann88 [ Sun 07. Dec 2014 14:06 ]
Post subject:  Seldur - BMW e38 750i

Ég er að selja BMW e38 750i. Þetta er árgerð '97 og hann er ekinn 199.xxx km.
Ég sel hann á 650.000 stgr. en ég skoða öll önnur tilboð og skipti ef hann fer ekki á þessu verði.

Þetta er er fullbúinn eðalvagn með 326 hestafla V12 vél og 5-gíra steptronic sjálfskiptingu.
Hann er búinn öllum helsta lúxus og aukahlutum og má þar nefna:

Leður á öllu (sætum, mælaborði, hurðafölsum og stýri)
Hiti alls staðar (sætum framan og aftan, í stýri, á speglum og afturrúðu)
rafmagn í framsætum, stýri (Hæð og dýpt), speglum (aðfellanlegir), topplúgu, skottloki og gardínuni afturí
Miðtöðin er digital, með loftkælingu og er tvískipt
Tvöfalt gler með loftbili í hurðum, gler topplúga, gardínur fyrir aftursætin og í afturrúðu
Xenon aðalljós og angel eyes
Hann er með EDC sem aðlagar stífleika demparana á nokkrum sekúntubrotum eftir hleðslu bílsins, aksturlagi og vegaðstæðum

Þetta er mjög skemmtilegur bíll. Hann er í kringum 6 sek. í 100 og svarar með hrikalegu togi sama í hvaða snúning vélin er. Ofaná þetta liggur hann mjög vel og er einstaklega vel einangraður. Ef hann er keyrður venjulega innanbæjar eyðir hann um 16L/100km og fer alveg niður í 10L/100km utanbæjar. Ég get ímyndað mér að það sé hægt að ná eyðslu innanbæjar undir þessa tölu en viðkomandi þarf að beyta sér miklum sjálfsaga til að ná því :D

Bodyið og innviðið á bílnum er mjög vel með farið. hann er nýlega sprautaður.
Ég er nýbúinn að láta skipta um dempara og gorma að framan (ekki með EDC) og síu og vökva á skiptingunni.
það er drif úr 740 undir honum sem gerir hann lægra gíraðan (Hraðari upp, lægri hámarkshraði)
Hann þarfnast lagfæringa en er í viðgerð vegna gangtruflana í mótor. Skiptinginn er stundum sein og hörð en virkar, hann snuðar ekki og það er ekkert skrítið hljóð í henni. ABS deilirinn er bilaður og því virkar ekki spólvörnin eða ABS-ið nema fyrstu metrana. Fyrir utan ABS- og spólavarnarljósið þá er ekkert annað logandi í mælaborðinu. Hann fór í allsherjar skoðun hjá eðalbílum fyrir mánuði síðan og kom þar fram að sé slag í spyrnu og millibilsstöng. Það munu fylgja nótur fyrir öllu sem ég hef látið gera við hann og ástandsyfirlitið frá Eðalbílum.

Áhugasamir hafið samband í síma 8959719 eða email kristmanneids@gmail.com
Ég ýtreka að ég skoða öll tilboð!

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Kristmann88 [ Tue 16. Dec 2014 19:35 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Upp

Author:  98.OKT [ Tue 16. Dec 2014 22:51 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Hefuru áhuga á þessum pakka í skiptum fyrir BMW-inn?

viewtopic.php?f=13&t=67884&p=761337#p761337

Author:  D.Árna [ Wed 17. Dec 2014 10:34 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Gott verð :!:

Author:  Alpina [ Wed 17. Dec 2014 12:14 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

D.Árna wrote:
Gott verð :!:


Sammála... verðið er
Fáránlega gott, en það er pottþétt slatti kostnaður framundan

Author:  Vilmar [ Sat 27. Dec 2014 06:31 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Þegar ég átti hann (frá 2009-2013) þá skipti ég um marga hluti, t.d kerti, súrefnisskynjarana, skipti um báða hvarfakútana, mafsensora, knastásskynjara, áfyllingarkút, kertaþræði, nýupptekinn startari, lægri gorma að framan, loftpúðaskynjara svo fátt eitt sé nefnt

Sakna hans óendanlega mikið

En þessi bíll var sprautaður svona 2008-2009, nema hann hafi verið sprautaður aftur eftir mína eigu

Svo veit ég að það er nýr vatnskasssi í honum

Flottur bíll á flottu verði

Author:  Alpina [ Sat 27. Dec 2014 07:33 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Sá að það var minnst á DRIF skipti........

oem 750 E38 eru með 2.81 hlutfall.
SAMA og E39 540 auto

740 E38 er með 2.93 og svo komu bílar með 3.15

að setja 3.15 drif i 750 E38 er án vafa ódýrasta performance upgrade i veröldinni,,,,,,

alger RAKETTA,, vs 2.81

Author:  nocf6 [ Sun 28. Dec 2014 08:35 ]
Post subject:  Re: BMW e38 750i - 650.000 kr. lækkað verð!

Alpina wrote:
Sá að það var minnst á DRIF skipti........

oem 750 E38 eru með 2.81 hlutfall.
SAMA og E39 540 auto

740 E38 er með 2.93 og svo komu bílar með 3.15

að setja 3.15 drif i 750 E38 er án vafa ódýrasta performance upgrade i veröldinni,,,,,,

alger RAKETTA,, vs 2.81

Ég átti þennan bíl og setti 3.15 drifið í hann, get vottað fyrir það að munurinn er rosalegur, hröðunin er fáránleg fyrir bíl sem vegur 2 tonn, ls1 camaro átti ekki breik í hann eftir drif moddið :mrgreen: mjög nice bíll og bara gott verð :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/