bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 19:43

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW Z4
PostPosted: Sun 06. Jul 2014 13:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Hef til sölu fallegan E85 BMW Z4.

Kemur á götuna árið 2005. Ég hef átt hann síðan maí 2012.

Upplýsingar um bílinn:

2.5L M54B25 sem skilar um 190 hestöflum
Ekinn 136.000 km.
5 gíra beinskipting
Ljóst leðuráklæði
Hiti í sætum
Þokuljós
Halogen framljós
Loftkæling
Bakkskynjarar
Vindhlíf
17" BMW álfelgur

Ásamt því er bíllinn með svokölluðum "hardtop-vorbereitung" sem þýðir einfaldlega að hann er með allan nauðsynlegan búnað fyrir hardtop.

Örfá atriði sem þarf að gera við bílinn:

  • Einn bakkskynjarinn er kaput. Þ.a.l. virkar kerfið ekki. Þeir eru þó ekki dýrir.
  • Lítil skemmd er á afturstuðara.
  • Rafstýring spegla er óvirk. Þetta er bilun í takkaborðinu sjálfu og er minniháttar vandamál að laga.
  • Lítil saumspretta í farþegasæti.
  • Vantar ekta Z4 mottur í hann.
  • Rafdrifin blæja er ekki virk. Þetta er útaf galla sem hrjáir nánast allta pre-2007 Z4. Fyrir þá sem vilja fræðast meir um það er hægt að hafa samband við mig. Blæjan er seld sem handvirk og tekur um 10s að setja hana upp eða niður og er það mjög einfalt fyrir einn að gera það.

Þetta er nokkuð tæmandi listi yfir þá galla sem ég veit að hrjá bílinn. Hann hefur reynst mér ótrúlega vel og góður í rekstri. Z4 notar sömu parta og E46 / E90 og er mjög einfalt að nálgast flesta varahluti hér á landi. Eyðsla innanbæjar er um 10.5L/100km skv. mínum mælingum. Allt viðhald hefur verið unnið af Eðalbílum og ef menn vilja komast yfir viðgerðasögu bílsins er þeim frjálst að hafa samband við mig.

Image

Image

Image

Image


Z4 er án efa einn skemmtilegast akstursbíll sem ég hef átt og ekið. Hann kann að vera aðeins 190 hestöfl, en hann skilar þeim vel og steinliggur á veginum. Hér er á ferð góður bíll sem hefur fengið gott viðhald hjá bestu mönnum sem völ er á. Í minni eigu hefur aldrei verið þjösnast á honum og því má ganga að því vísu að þetta er ekki spólbíll sem hefur fengið harða meðferð.

Fátt skemmtilegra en að keyra á þessum á björtum degi með toppinn niðri, en hann er fær í öllu veðri. Það lekur ekki dropi í gegnum blæjuna.

Ásett verð: 2.800.000 kr.
0 kr. áhvílandi.

Tilbúin til að skoða skipti á ódýrari.

Hafið samband við mig hér, í síma 823-2490 eða í gegnum steinidj(hjá)gmail.com

_________________
Image


Last edited by SteiniDJ on Fri 08. Aug 2014 17:43, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Sun 06. Jul 2014 15:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Blæju bílar eru æðislegir..

Z4 er eflaust enn af þeim skemmtilegri frá BMW

190 ps er yfirdrifið nóg í svona bíl

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Mon 14. Jul 2014 17:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Já, það er enginn skortur á afli hér. :) Sumarið hefur ekki verið mjög spennandi fyrir blæjubíla, en samt sem áður en algjör snilld að vera á þessum.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Tue 22. Jul 2014 16:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Nýskoðaður 2015 :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Thu 24. Jul 2014 11:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Til í að skoða skipti á ódýrari.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Fri 01. Aug 2014 12:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Upp. Er á bílasölunni Bílahöllin og stendur þar inni.

Er til í að skoða skipti á ódýrari.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Wed 06. Aug 2014 23:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Bump :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Fri 08. Aug 2014 17:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Upp fyrir þessum. Bendi á nýtt símanúmer: 823-2490.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Wed 13. Aug 2014 14:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Bump. Þessi er ennþá til og mönnum frjálst að bjóða manni einhverja vitleysu.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW Z4
PostPosted: Thu 04. Sep 2014 18:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Upp fyrir þessum góða bíl.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 29 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group