bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til sölu BMW 750IA '93
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=1016
Page 2 of 2

Author:  morgvin [ Thu 20. Mar 2003 00:37 ]
Post subject: 

já ef maður væri nú í vinnu þá væri maður bara alveg á því að kaupa græjuna strax !!!!!!!!!!!!!

Author:  bebecar [ Thu 20. Mar 2003 09:33 ]
Post subject: 

300 CE... fallegir bílar. Hef ekki verið þeirra ánægju að keyra svoleiðis en gæti vel hugsað mér þannig.

En full dýrir finnst mér líka. PS, það er mun hagstæðara að flytja inn notaða Benza en BMW sýnist mér. Benzarnir eru svo hátt verðlagðir hér heima.

Author:  Jói [ Thu 20. Mar 2003 10:44 ]
Post subject: 

Sammála Bebe.

Mér finnst CE bílarnir fallegir og allt þannig. En fyrir þetta verð er þetta ekki svo góður bíll. Ekki nógu gaman að keyra hann að mínu mati, miðað við verðið. Og örugglega miklu hagstæðara að flytja inn frá Germany.

Author:  GHR [ Thu 20. Mar 2003 12:46 ]
Post subject: 

Já, Benzarnir eru alltof dýrir. Er búinn að gleyma því að fá mér svoleiðis á næstu dögum - fæ mér bara Toyota eða Hyundai eða eitthvað slíkt ógó = ódýrt og kemst milli A og B með erfileikum :?
Er bara selja til að borga upp eitthverjar skuldir og eiga smá aur fyrir utanlandsför (og bjór ef maður skyldi missa prófið - af hverju geta þeir ekki bara látið mann vita STRAX í staðinn fyrir að láta mann kveljast hægt :evil: )

Author:  hlynurst [ Thu 20. Mar 2003 13:10 ]
Post subject: 

Þú getur séð þetta á http://www.logreglan.is. Þar ferðu bara inn á sektir og þá færðu þessa fínu töflu sem þú ferð eftir og sérð hvort að það sé bjórtími framundan eður ei. :shock:

Author:  GHR [ Thu 20. Mar 2003 14:34 ]
Post subject: 

Já, takk Hlynurst :P , en málið er bara að ég veit ekki hvort löggan taki eitthvað annað inn í málið - ég var t.d. að taka fram úr bílum (ft) á 50 götu á rúmlega 100% meiri hraða, ljóslaus og alles :oops:
Og auðvitað þurfti löggan að vera þarnæsti bíll sem ég mætti á :x þannig að þetta var ekki allt of sniðugt - hefði bara átt að verða seinn í prófið (DÝRASTA próf sem ég hef farið í :lol: )
En er samt með góðar fréttir :D . Fór aftur áðan að tala við lögguna og boðunin í skoðunina var ekki kominn enn í tölvuna svo hún bjóst við að þetta kæmi ekki inn og ég átti bara að hunsa þetta, EN samt hafa blaðið sem ég skrifaði með í bílnum ef löggan yrði leiðinleg og klippi af mér númerin. Þá hefði ég sönnun að ég væri búinn að ath. málið

Author:  Tommi Camaro [ Mon 24. Mar 2003 00:35 ]
Post subject:  löggan

ég ER búin að broga minn slata að sektum. Þú átt að geta farið daginn eftir að þú varst tekin og fengið að vita hvort þetta hafi verið bokað sem þetta hefur öruglega verið eftir þá þá fer þetta fyrir einhverja bókarótur niðrá hverfisgötu á þeir ákveða hvort þeir ruka þig svifta þig eða sleppa þér. Búin að próf flest allt sem ég get varðandi sektir á bíll.

p.s. komst að því að það kostar 5000 kall á taka ekki stefnuljós inn kambaseli , en fékk ekki punt.

En gummi Selja skil þig alveg Of létt að láta svifta sig á svo.

Author:  GHR [ Mon 24. Mar 2003 00:42 ]
Post subject:  Re: löggan

Tommi Camaro wrote:
ég ER búin að broga minn slata að sektum. Þú átt að geta farið daginn eftir að þú varst tekin og fengið að vita hvort þetta hafi verið bokað sem þetta hefur öruglega verið eftir þá þá fer þetta fyrir einhverja bókarótur niðrá hverfisgötu á þeir ákveða hvort þeir ruka þig svifta þig eða sleppa þér. Búin að próf flest allt sem ég get varðandi sektir á bíll.

p.s. komst að því að það kostar 5000 kall á taka ekki stefnuljós inn kambaseli , en fékk ekki punt.
En gummi Selja skil þig alveg Of létt að láta svifta sig á svo.



Haa, varstu böstaður fyrir að gefa ekki stefnuljós inn á götuna hjá okkur :lol: .
Jaa, ég er nú ennþá með bakþanka - ætli ég enda ekki bara á bílnum, orðin nokkuð sáttur aftur við hann þegar ég fékk hann loks til að ganga á öllum. Héld að það borgi sig ekki bara að selja hann undir 900 þúsund kalli, fær svo sem ekki mikið betri bíl á því verði!!!! En tíminn einn leiðir það í ljós :wink: Ætli ég fari ekki bara að dunda mér í honum þegar ég verð próflaus og geri hann flottari og betri :P

Author:  GMG [ Wed 26. Mar 2003 22:34 ]
Post subject:  BMW 750 ´93

Viltu ekki Benz 230E ´87 mjög góður bíll, skoðaður án athugasemda, ég tek yfir lánið og þú færð bíl sem eyðir 12 lítrum á hundraðið málið dautt ?
Sendu SMS ef þú hefur áhuga sími 846-6552.

Author:  GHR [ Wed 26. Mar 2003 23:32 ]
Post subject:  Re: BMW 750 ´93

GMG wrote:
Viltu ekki Benz 230E ´87 mjög góður bíll, skoðaður án athugasemda, ég tek yfir lánið og þú færð bíl sem eyðir 12 lítrum á hundraðið málið dautt ?
Sendu SMS ef þú hefur áhuga sími 846-6552.


Nei, takk samt. Það er núþegar búið að bjóða mér 700 þús kall á borðið og yfirtaka lánið þannig að þetta gengur ekki!!! Salan á bílnum er í biðstöðu þannig að ég afþakkaði boðið. Ætla eiga hann eitthvað áfram nema ég fái mun betra tilboð þá BÆBÆ.

Author:  Benzari [ Mon 31. Mar 2003 00:58 ]
Post subject: 

Að selja bílinn eða ekki selja bílinn??????????

Afþakkaðir boð uppá ca.850.þús, nokkrum dögum seinna ertu aftur farinn að bjóð'ann á svipuðum kjörum, I'm confused. :shock:

Author:  GHR [ Mon 31. Mar 2003 12:47 ]
Post subject: 

Já, ég er líka confused :wink:
Þetta sveiflast allt bara eftir peningahaginum!!! Hef ekki efni á að reka hann einn daginn, en síðan koma góðir dagar og þá hefur maður efni á rekstrinum þá daganna :wink:

Þetta er bara eins og jarðskjálftamælir, upp og niður alla daga :wink:

* Síðan var hugsanlegi kaupandinn búinn að kaupa sér 735 bíl á þessu verði, var ekkert smá svekktur þegar ég hringdi aftur í hann og bauð honum bílinn :x :P

Author:  Haffi [ Mon 31. Mar 2003 13:23 ]
Post subject: 

múhahaha sá var svikinn

Author:  Bjarki [ Tue 01. Apr 2003 01:05 ]
Post subject: 

Veistu hvaða 735 bíl??

Page 2 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/