Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll nóvembermánaðar er BMW 325i M-Tech II '88
Það vita það flestir að E30 bílarnir eru að verða heitari og heitari með hverjum deginum. Því
hefur meira að segja verið fleygt að þetta séu nýjustu "cult" BMWarnir. Við vorum svo heppnir að næla í einn slíkan og er hann bill mánaðarins í nóvember.

Bíllinn sem um ræðir er 325i sem kom af bandinu það herrans ár 1988. Bíllinn er stóglæsilegur að sjá úr fjarlægð og þegar nær er komið er hann jafnvel enn glæsilegri. Hann er demantssvartur að lit og lakkið er nýlegt og lítur mjög vel út. Kittið sem prýðir vagninn heiti M-Tech II og er það flottasta sem BMW bauð uppá, og er það reyndar talið eitt af flottari kittum sem hægt er að fá á þessa bíla. Skóbúnaðurinn er ekki af verri endanum enda eru felgurnar 9" x 16" BORBET A, utan um þær er vafið Dunlop sp9000 gúmmí. Það er búið að setja 15mm spacera fyrir felgurnar sem gera offsetið 0. Það má segja að upprunalega fjöðrunin hafi fengið að fjúka fyrir nýju og betra fjöðrunarkerfi. Bíllinn er lækkaður 60/60 með H&R gormum og stillanlegum Koni dempurum. Pústið er sportpúst með DTM stútum. Að sjálfsögðu er topplúgan til staðar, og rúsínan í pylsuendanum eru XENON ljósin sem eru ekta og sett í eftir á.

Þegar inn er komið blasir við glæsileg M3 leðurinnrétting complett, sportstólar frammí og tvö sæti afturí (ath saumarnir eru láréttir eins og í M3). Að sjálfsögðu eru M-Tech II leðurstýri og motorsport leðurgírhnúður. Búið er að skipta upprunalega skiptiarmnum út fyrir Z3 skiptiarm sem gefur styttra skiptibil. Aðrir hlutir sem vert er að nefna eru svartur toppur, kortaljós á baksýnisspegli (sem er víst frekar sjaldgæft í þessum bílum) og síðast en ekki síst hvítar skífur með rauðum mælum!

Vélin er M20B25, 2,5L 6 cylendra og er að skila 170 hö við 5800rpm og 222 Nm við 4300rpm. Drifið er með 3.73 hlutfalli og er því miður ekki læst (en heyrst hefur að núverandi eigandi ætli að kippa því í liðinn). Fjöðrunin er ótrúlega mögnuð og heldur bílnum vel stífum og gerir honum ýmislegt kleift sem aðrir ekki geta.

Mönnum ber saman um það að þetta er einn fallegasti E30 bíllinn á landinu. Hann er ótrúlega "German style", t.d. djúpar og útstæðar felgur. Þetta er hið skemmtilegasta tæki og væri undirritaður meira en lítið til í að eiga einn svona.





Myndataka:Þröstur
Vídeóupptökur:Ingi og Þröstur
Greinaskrif:Gunni









BMW E30 325i
 
Vélin
2.5 Lítrar
12 Ventlar
170 hö
222 Nm
 
Gírkassi
5 gíra beinskipting
Z3 Skiptiarmur
 
Afturdrif
3,73:1 hlutfall
Án læsingar
 
Bremsur
Upprunalegt
Rákaðir diskar fr.
 
Fjöðrun
Lækkun 60/60mm
H&R Gormar
Koni sport demparar
 
Felgur & Dekk
Borbet A
9" x 16" breiðar
15mm spacers
Dunlop SP9000
 
Annað
Lengd:4,33m
Breidd:1,65m
Þyngd:1.140kg

 
Myndbönd