Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll marsmánaðar er BMW E39 M5
Við fyrstu sýn virðist bíll mánaðarins kannski ekki vera neitt öðruvísi en hver annar E39. Jú það eru ýmsar vísbendingar um að hér sé á ferðinni eitthvað voldugara en 520, eins og tvöfalt pústið sem stingst undan fallega mótuðum afturstuðaranum, netti skottspoilerinn, grimmi framstuðarinn og auðvitað ///M5 merkið á skottinu.

Þegar maður opnar hurðina sést strax ///M5 merkið í hurðarfalsinu og þegar undir stýrið er komið ber mælaborðið auk gírhnúðarins einnig merki mótorsportdeildar BMW. Það er nokkuð ljóst þegar hér er komið að þetta er alvöru græja.

Lyklinum er stungið í svissinn og snúið.BRÚMM! BMW S62 4,941cc V8 vélin sem er .lauslega. byggð á M62 vélinni úr 540/740 malar fallega og gefur hæfilega til kynna að hér sé eitthvað alvöru undir húddinu. Meðal þess sem hefur verið breytt í S62 er að borun er 94mm í stað 92mm, slaglengd er 89mm í stað 82.7mm, þjappa aukin í 11:1 í stað 10:1, sjálfstæð inngjafarspjöld á hvern strokk sem hafa 2 stig tengd .Sport takkanum., tvöfalt inntakskerfi, hröðunartengt smurkerfi, opnara púst með tvöföldum hvarfakútum og 4 púststútum, þriggja laga stál heddpakning, tvöfalt samfellt Vanos kerfi á bæði inn- og útgangsásum, öflugri vatnsdæla og fleira. Semsagt allt önnur vél!

Einnig er drifrásin ólík 540, en M5 er með öflugri kúplingu og lægra drifi (3.15:1) auk þess að vera búin 25% LSD læsingu. Gírkassinn er þó sá sami og í 540-6, þ.e. 6 gíra Getrag Type-D með eftirfarandi hluföll 1:4.23 (1), 1:2.53 (2), 1:1.67 (3), 1:1.23 (4), 1:1.00 (5), 1:0.83 (6).

En M5 er meira en aflið því fjöðrunar og bremsukerfið er sérhannað og öflugra en í öðrum E39 bílum. Sem dæmi eru framdiskarnir 345mm (fljótandi dælur fyrir evrópumarkað), afturdiskarnir 328mm, gormarnir 2.5mm styttri en í 540 með M-fjöðrun og .rollbars. þykkari. Einnig var stýrinu breytt frá því sem er í 540, en M5 er með minni snúningsradíus auk þess að vera búin Servotronic sem gerir stýrið hraðatengt.

Með 400hö(DIN) og 500Nm til að knýja sig áfram er M5 mikið tæki og ekki finnast margir sneggri á götum landsins. Stuttur bíltúr gefur til kynna hið mikla afl en ekki síður mikið veggrip, öflugar bremsur og frábæra aksturseiginleika. Það er einnig hugsað fyrir því að menn fari sér ekki að voða því E39 M5 er búinn mjög fullkominni stöðugleikastýringu(DSC) og var hann fyrsti ///M bíllinn til að vera búinn slíku. Kerfið er tengt ASC spólvörninni og getur bremsað hvert hjól fyrir sig til að hindra yfir- og undirstýringu. Samt sem áður er hægt að slökkva á kerfinu sem er jú nauðsynlegt til að njóta bílsins til fullnustu.

Svo er ekki hægt að segja annað en að þessi bíll sé einnig vel búinn, rafdrifin og upphituð ///M sportsæti, leður- og alcantara innrétting, rafdrifin topplúga, rafdrifið stýri, tölvustýrð miðstöð, sími, og svo mætti lengi telja. Þetta allt í bland við hið mikla afl og frábæru aksturseiginleika gera E39 M5 að hinum fullkomna bíl. Viva E39 M5!






Greinaskrif:Sveinbjörn
Myndband:Ingi og Þröstur
Myndir:Ingi







BMW E39 M5
 
Vélin
4,941cc slagrými
V8
32 ventlar
Tvöfalt VANOS
400 hö / 6600 rpm
500 Nm / 3800 rpm
 
Skipting
6 gíra beinskiptur
1. 1:4.23
2. 1:2.53
3. 1:1.67
4. 1:1.23
5. 1:1.00
6. 1:0.83
 
Drif
Afturhjóladrifinn
Hlutfall 1:3.15
Driflæsing (25%)
DSC
ASC
 
Bremsur að framan
345mm kældir
Fljótandi "two-piece".
ABS
 
Bremsur aftan
328mm kældir
ABS
 
Felgur og dekk
BMW ///M Style 65
8x18 tommu á 245/40ZR18 (framan)
9.5x18 tommu á 275/35ZR18 (aftan)
 
BBS CH
8.5x19 tommu á 245/35/19 (framan)
10x19 tommu á 275/30/19 (aftan)
 
Vetrar:
BMW ///M Style 66 "parallel"
8x17 tommu á 235/45 17 (framan og aftan)