Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll febrúarmánaðar er BMW 120i
Það er alltaf mikið tilhlökkunarefni fyrir BMW-hnetur og aðra bílaáhugamenn þegar nýr bíll kemur frá föðurlandinu, en nú gerðu þeir bæversku enn betur en áður og komu með alveg nýja línu: ÁSINN!

Ásinn bætist við þétta uppröðun BMW bifreiða og er mikið stílaður inn á yngri kynslóð bíleigenda . Hann er minni en þristurinn og í flokki með bílum eins og VW Golf og Audi A3. Ásinn hefur þó eitt mikilvægt atriði fram yfir alla aðra bíla í sínum flokki og það er hið yndislega afturdrif sem gefur honum aksturseiginleika er keppinautanna getur aðeins dreymt um að uppfylla.

Ásinn er töluvert styttri en þristurinn eða heilum 24cm og er fyrsti 5dyra smábíll BMW. Húddið er þokkalega langt, framsvipurinn er í ætt við nýrri línu BMW bifreiða, felgurnar sverja sig í ætti fyrri BMW felgna og fallegar línur einkenna bílinn. Bíllinn er alveg skrambi flottur!

Að innan er allt eins og það á að vera með smekklegri dökkri innréttinu og ljósgráum listum, vönduðu efnisvali, fyrsta flokks umhverfi ökumanns, þægilegum sætum og innréttingu sem snýr örlítið að ökumanni. Þetta er alvöru BMW!

Plássið afturí en nú kannski ekki það mesta en þó fer ágætlega um greinarhöfund í aftursæti með framsætið í hæfilegri stöðu fyrir akstur. Hvort það fer vel um 3 afturí er erfitt að segja en það fer ágætlega um 4 í bílnum á styttri vegalendum. Skottið er ágætt og bætir upp plássið sem afturdrifið tekur með því að sleppa varadekki og kemur bíllinn því á run flat dekkjum.

Hljómtækin eru góð og boðið er upp á mp3 afkóðun sem er gott að hafa nú á tölvuöld. Einnig er inntak fyrir utanáliggjandi spilara um mini jack tengi sem hentar t.d. vel fyrir ipod. Hljómurinn er góður með góða blöndu bassa og hærri tíðna auk þess sem hljómtækin sjálf eru glæsileg og þægileg í notkun.

Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar sest er undir stýri er að það er enginn sviss heldur rauf sem maður setur ,,lykilinn. í og svo startrofi til að ræsa bílinn. Það fer um mann nettur fiðringur þegar þrýst er á rofann og bíllinn hrekkur í gang. Þetta er svona næstum því keppnis!

Vélin malar fallega í lausagangi en hvessir heldur róminn á hærri snúning og hljómar þá bara ansi karlmannlega þótt hér sé aðeins um að ræða 4cyl 1995cc motor. Vélin vinnur svo þokkalega og bílinn er engan vegin latur af stað né á ferð. Togar þokkalega og þarf ekki að snúast of mikið við framúrakstur eða annað aflkrefjandi.

Prófunarbíllinn var með 6 þrepa sjálfskiptingu með handskiptimöguleika en einnig er hægt að fá bílinn með 6gíra beinskiptingu sem skemmir eflaust ekki fyrir akstursánægjunni. Sjálfskiptingin er mjög góð og við hefðbundið bæjarsnatt er hún alveg til fyrirmyndar, en handskipti möguleikinn býður svo upp á sportlega takta.

Bíllinn nýtur sín vel á hlykkjóttum vegum og fjöðrun er alveg til fyrirmyndar. Bíllinn er í senn sportlegur í beygjum og mjúkur í holur þ.a. útkoman er alveg prýðileg. Veggrip er gott en ef eitthvað útaf bregður er til staðar spól- og skrikvörn sem kippir hlutunum í lag. Hægt er að virkja DTC með því að þrýsta á tilgerðan hnapp sem leyfir aðeins sportlegri akstur en ella og loks er hægt að aftengja spólvörnina alveg með því að halda hnappnum inni í nokkrar sek. Þessi blandar leyfir því ökumönnum af öllum toga að njóta bílsins til fullnustu og var greinarhöfundur mjög ánægður með aksturseiginleika ássins við allan akstur.

Ásinn er mjög góður heildarpakki, í senn praktískur og með góða aksturseiginleika og því góður kostur fyrir þá sem hentar.





Greinaskrif:Sveinbjörn
Myndband:Ingi og Þröstur
Myndir:Sveinbjörn







BMW 120iA
 
Vélin
2.0 Lítrar
4 Strokkar
16 ventlar
Tvöfalt VANOS
Valvetronic
150 hö / 6200 rpm
200 Nm / 3600 rpm
 
Skipting
6 þrepa sjálfskipting
Handval (steptronic)
 
Afturdrif
3.38 drif
án LSD
 
Bremsur
Kældir diskar
ABS
CBC
 
Annað
Lengd: 4,23m
Breidd: 1,75m
Hæð: 1,43m
Þyngd: 1.335kg
 
Hröðun
0-100km: 8,7 sek
 
Myndband