Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll októbermánaðar er BMW Z3 Coupe 2.8
E36/8 Z3 Coupe 2.8

Bíll mánaðarins á sér ekki marga líka á íslenskum götum og fólk rekur yfirleitt upp stór augu þegar kagginn rennur framhjá. Rennilegar línur og fallegur framsvipur gera bíllinn hreint út sagt glæsilegan að sjá en feitur rassinn gefur þó til kynna að meira leynist undir fögru skinni. Bíll mánaðarins er BMW Z3 Coupe.

BMW Z3 Coupe var fyrst kynntur árið 1998 og þá í tveimur útfærslum; með nýrri 2.8 M52TU vél og svo í M-útfærslu með S50B32 vélinni upprunalega úr E36 M3 3.2. Bíll þessa mánaðar er með 2.8 M52TU vélinni sem er svokölluð technical update útgáfa af M52 vélinni. Uppfærslan felst í tvöföldu vanos kerfi (bæði á inngangs- og útgangsásum), breyttum stimplum, endurhönnuðum sveifarás, nýrri vélarstýringu og annarri soggrein. Útkoman er vél sem skilar hámarks togi fyrr á snúningssviðinu (450rpm fyrr) og því ennþá flatari aflkúrvu sem leiðir af sér enn betri vinnslu.

Z3 Coupe var fyrsti BMW-inn til að notfæra sér svokallað Torsen drif en það er 25% limited slip læsing sem notast ekki við diskakerfi líkt og hefðbundnar læsingar. Nafnið dregur Torsen drifið af Torque Sensing en drifið var hannað af bandarískum verkfræðingi að nafni Vernon Gleasmann og var framleitt af Zexel í Belgíu. Torsen drif þurfa minna viðhalda en önnur drif og þykja henta sérstaklega vel með spólvörn.

Coupe útgáfa Z3 er að mestu leiti alveg eins og Roadster útgáfan að undanteknum augljósum mun á þaki sem leiðir til stífari og stinnari skrokks. Þess má geta að M-Coupe er stífasta body í sögu BMW og mun það vera 16400Nm/° eða rúmlega tvöfalt það sem Roadster útgáfan er.

Aflið í þessum tæplega 1300kg bíl er alveg meira en viðunandi og nær hann 100km/klst hraða úr kyrrstöðu á undir 7sek. 5 gíra short ratio kassinn sér til þess að hröðunin er alveg til fyrirmyndar alla leið í 240km/klst hámarkshraðann, enda tók bíll mánaðarins kvartmílutíma upp á 14.6sek@150km/klst á þungum 18" felgum.

Þessum tiltekna bíl hefur verið breytt nokkuð frá upprunalegu mynd sem skilar sér í ennþá betri aksturseiginleikum en áður og ennþá rennilegra útliti. Má þar t.d. nefna 30mm lækkunargorma frá H&R, demparaturnastífu (strutbrace) frá Schmiedmann, skammskipti (short-shifter) frá Scmiedmann, búið að fjarlægja Y-kút undan, setja K&N svepp á inntak, breyta framljósum í H9 projector ljós með xenon HID kerfi, og loks búið að breyta dekkja/felgu uppsetningu töluvert. Upprunalega var bíllinn á 16x7" allan hringinn á 225/50 R16, fór svo í 18x8.5" með 225/35 að framan og 245/35 ZR18 að aftan, og loks í 17x8" með 225/45 17 að framan og 17x10" með 245/40 17 að aftan (German style!).

Þetta allt hefur gert þennan bíl að hreinum unaði í akstri þar sem sambland grips, afls, útlits og þægilegra stjórntækja gera þennan bíl að einum af skemmtilegri bílum sem greinarhöfundur hefur komist í kynni við. Þó ber að athuga að undirritaður er langt í frá óháður þar sem hann ku hafa átt umræddan bíl og framkvæmt breytingarnar :)


Grein: Sveinbjörn
Myndband: Sveinbjörn og Ingi
Myndir: Sveinbjörn
Heimildir: www.wikipedia.org, www.bmwworld.com, www.carfolio.com og BMW TIS








BMW E36/8
Z3 Coupe 2.8
 
Vélin
2.8 Lítrar
6 Strokkar
24 ventlar
 
193 hö / 5500 rpm
280 Nm / 3500 rpm
 
Skipting
5 gíra beinskipting
1. 1:4.21
2. 1:2.49
3. 1:1.66
4. 1:1.24
5. 1:1.00
R. 1:3.85
 
Afturdrif
3.15 Torsen drif
LSD
 
Bremsur
Kældir diskar að framan og aftan
ABS
ASC
 
Annað
Lengd: 4,025m
Breidd: 1,740m
Hæð: 1,306m
Þyngd: 1.280kg
 
Afköst
0-100kph: 6.8 sek
0-160kph: 17.4 sek
0-402m: 14.6 sek
V-max: 240km/klst
 
Myndbönd