Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll septembermánaðar er BMW E36 M3
E36 M3 Limosine

Bíll mánaðarins er svo sannarlega úlfur í sauðagæru, og í augum hins almenna borgara tæplega annað en hefðbundinn 4 dyra þristur með snyrtilegt spoilerkit og flottar 17" felgur. En við nánari athugun sjást handbrögð mótorsportdeilar BMW greinilega og bakvið saklausa "gæruna" liggur tamið óargadýr.

E36 M3 var fyrst kynntur á bílasýningunni í París árið 1992 og fetaði þá í fótspor ekki ómerkari bíls en E30 M3, frægasta BMW frá uppgafi. Evrópuútgáfan fékk S50B30 línu sexuna sem var byggð á 24ventla M50 vélinni sem kom fyrst árið 1989. Vélin var með hærra stroke og bore en M50 sem gaf 2990cc slagrými, hærri þjöppu í 10.80:1, Vanos stýringu á inntaksás (sem kom líka í M50TU), 6 inngjafarspjöldum og einu og öðru sem gerir ///M vélar sérstakar. Þetta skilaði 286hö við 7000rpm og 320Nm togi við 3600rpm. Fjöðrun og bremsum var svo auðvitað líka breytt til að nýta þetta afl til fullnustu. Þetta fól í sér stífari fjöðrun, minni veghæð, sverari ballansstangir, víðara spor og auðvitað stærri og öflugri bremsur

E36 M3 var svo kynntur með 3.2l S50B32 vélinni á bílasýningunni í Frankfurt 1995. S50B32 er dálítið frábrugðin fyrirrennaranum og munar þar helst um aukið slagrými í 3152cc, Vanos á bæði inntaks og úttaksásum, léttari stimpla, stærri inntaksventla, aukna þjöppu í 11.3:1 og öflugri vélartölvu sem ræður við 20MIPS (milljónir skipanna á sekúndu). Þetta skilar sér í 321hö við 7400rpm og 350Nm tog við 3250rpm. S50B32 vélin á margt sameiginlegt með V12 vélinni úr McLaren F1 og BMW notfærði sér reynsluna við smíði þeirrar vélar við gerð S50B32.

Auk nýrrar vélar þá var ýmsu öðru breytt í útliti, fjöðrun og bremsum. Þar ber helst að nefna stífari gorma og dempara, breyttri geometríu á fjöðrum með auknum castor að framan, sneggra stýri (frá 17.6:1 í 15.6:1), floating caliber bremsum að framan, auk þess að koma nú með "staggered" dekkjauppsetningu með 225/45 að framan en 245/40/17 að aftan í stað 235/40/17 allan hringinn áður.

Alls voru framleidd 1296 eintök af E36 M3 4 dyra með 3,2 vélinni milli 11/95 og 01/98. Árið 1997 var svo boðið upp á SMG skiptinguna sem er byggð á hefðbundna 6gíra Getrag kassanum en notast við rafmagnskúplingu í stað hefðbundinnar kúplingar.

Bíll mánaðarins að þessu sinni er E36 M3 limosine, eins og mönnum ætti að vera orðið ljóst, en hann er svo sannarlega draumur bílaáhugamannsins. Auk þess að rúma 5manns í fallega leðurklæddri innréttingu þá hraðar hann sér í 100km/klst úr kyrrstöðu á um 5.5sek, í 200km/klst á um 20sek og tekur standandi km á um 25sek sem hvaða sportbíll má vera stoltur af. Svo má ekki gleyma 315mm loftkældu floating caliber bremsunum að framan og 313mm loftkældu að aftan sem sjá til þess að stoppa bílinn úr 100km/klst á innan við 40m.

Í útliti og þægindum er tæplega hægt að gera betur, comsmosschwarz metallic lakk, 17" M Double Spoke felgur, 8000k xenon HID, svart leður í bland við svarta innréttingu, leiðsögukerfi, stafræn miðstöð, fullkomin aksturstölva, rafdrifin topplúga og svo mætti lengi telja.

Það mætti jafnvel ganga svo langt að taka bílinn saman í einu orði og segja....fullkominn.

Grein: Sveinbjörn
Myndband: Þröstur og Ingi
Myndir: Sveinbjörn
Heimildir www.bmwmregistry.com, www.carfolio.com og www.pagenstecher.de








BMW E36 M3 3.2 4dr
 
Vélin
3.2 Lítrar
6 Strokkar
24 ventlar
Tvöfalt VANOS
 
321 hö / 7400 rpm
350 Nm / 3250 rpm
 
Skipting
6 gíra beinskipting
1. 1:4.23
2. 1:2.51
3. 1:1.67
4. 1:1.23
5. 1:1.00
6. 1:0.83
 
Afturdrif
3.23 drif
LSD
 
Bremsur
Kældir 315mm diskar að framan og 313mm að aftan
Floating Caliber diskar að framan
ABS
 
Annað
Lengd: 4433mm
Breidd: 1698mm
Hæð: 1393mm
Þyngd: 1365kg
 
Afköst:
0-100km/klst: 5,5 sek
0-160km/klst: 12.5sek
0-200km/klst: 20.1sek
Hámarkshraði: 250km/klst (takm.)
Hámarkshraði: ~275km/klst (ótakm.)
 
Myndbönd