Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll júnímánaðar er BMW E46 318iA
Þegar sest er upp í E46 bíl þá verður mönnum fljótt ljóst hve vel smíðaður bíll þetta er. Hurðirnar eru hnausþykkar, innréttingin í senn klassísk og frumleg, sætin falleg og þægileg, hljómtækin vegleg auk þess sem yfirbragðið er allt vandað.

BMW kynnti E46 Sedan fyrst til sögunnar árið 1998 og þá voru 5 gerðir í boði. 318, 320, 323, 328 og 320d. 318 og 320d voru búnir 4cyl vélum en aðrar voru að sjálfsögðu línu sexur.

Árið 1999 kynnti BMW svo til sögunnar Coupé og Touring sem höfðu úr sömu vélarstærðum að moða og Sedan bíllinn. Á sama tíma kynnti BMW svo til sögunnar nýja 4cyl vél fyrir 316 sem var 105hö auk þess að kynna 330d með 6cyl diesel vél er skilaði 184hö og 410Nm.

Fyrri hluta árs 2000 kynnti svo BMW Cabrio útfærslu af E46 en aðeins í 323C útfærslu þar sem til stóð að skipta 2.8 vélinni út fyrir 231hö 3.0 lítra vél innan skamms. Sama ár kom í fyrsta sinn síðan 1991 (E30 325ix) fjórhjóladrifsútgáfa af þristinum í formi 330xi sedan og touring. Skömmu síðar fylgdu svo 325xi og 330xd en þó áður en 325 tók við af 323 með nú 193hö í farteskinu í stað 170hö.

Árið 2001 kynnti BMW svo til sögunnar Compact útfærslu af E46 sem hafði töluvert annan framsvip en hinar útfærslurnar. Stuttu seinna ákvað BMW að þörf væri á facelift fyrir sedan og touring sem fólst í nýjum fram og afturljósum, nýjum stuðurum auk nýrrar navigation útgáfu í innréttingunni. Einnig fékk 318 nýja vél með valvetronic sem skilaði nú 143hö í stað 118hö, 320d fékk common rail vél sem var 150hö í stað 136hö auk þess sem 318d var kynntur til sögunnar með 115hö vél.

Bíll mánaðarins er einmitt 318 facelift með 1995cc, 143hö og 200Nm vél í húddinu. Þessi bíll er að öllu leiti vel búinn með hvítum stefnuljósum allan hringinn, álfelgum, topplúgu, leðurinnréttingu, sjálfskiptingu með handskiptimöguleika (steptronic), aðgerðastýri, stafrænni miðstöð, fullkomnum hljómtækjum og svo mætti lengi telja.

Bíllinn er hreint út sagt frábær í akstri og maður hreinlega líður um í þægilegum leðursætunum. Vélin er lífleg og skilar góðu togi miðað við stærð. Sjálfskiptingin er sem hugur manns og skiptir sér silkimjúkt við allar aðstæður en býður auk þess upp á handskiptimöguleika fyrir sportlegri akstur. Fjöðrunin er svo í senn sportleg og þægileg yfir ójöfnur auk þess sem bíllinn er búinn fullkomnu stöðugleikakerfi er hjálpar mikið til við erfiðar aðstæður. Hljómtækin eru svo einstaklega góð og gott sambland lægri og hærri tíðna.

Það má því með sanni segja að þessi bíll sé í senn einstaklega glæsilegur og frábær í akstri.




Myndir: Þröstur
Myndband: Þröstur og Ingi
Grein: Sveinbjörn
Heimildir: www.bmwinfo.com og www.carfolio.com








BMW E46 318iA
 
Vélin
2.0 Lítrar
4 Strokkar
16 ventlar
Tvöfalt VANOS
Valvetronic
 
150 hö / 6200 rpm
200 Nm / 3600 rpm
 
Skipting
5 þrepa sjálfskipting
Handval (steptronic)
 
Afturdrif
3.45 drif
án LSD
 
Bremsur
Kældir diskar að framan
ABS
CBC
 
Annað
Lengd: 4,47m
Breidd: 1,74m
Hæð: 1,42m
Þyngd: 1.425kg
 
0-100km: 10,2s
 
 
Myndbönd